Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Qupperneq 9
Könnunin leiddi einnig í Ijós að rúmlega
70% svarenda töldu sig ekki vita nægilega
mikið um styrki sem þeir ættu rétt á að
sækja um hjá FÍH, né heldur styrki sem þeir
ættu rétt á að sækja um hjá BHM. Ljóst
er því að skrifstofa FÍH þarf að auka mjög
kynningu á réttindum hjúkrunarfræðinga
hvað umsóknir um ýmiss konar styrki
varðar enda um mikla hagsmuni að ræða.
Tímarit hjúkrunarfræðinga
Til að fá upplýsingar um lestur Tímarits
hjúkrunarfræðinga voru svarendur í
könnuninni beðnir um að greina frá því
hversu oft að jafnaði þeir læsu tímaritið.
Tæp 40% sögðust yfirleitt alltaf lesa
tímaritið og tæpur þriðjungur sagðist
oftast lesa það. 2% svarenda sögðust
aldrei lesa blaðið. Helmingur þátttakenda
var mjög eða frekar ánægður með tímaritið
en fjórðungur frekar eða mjög óánægður
með það. Svarendur í aldurshópnum 35
til 44 ára voru óánægðari með tímaritið
en aðrir svarendur.
Þátttakendur voru spurðir hvað þeir læsu
helst í blaðinu. Langflestir sögðust lesa
fræðslugreinar (83%), þá umfjöllun um
kjaramál, þankastrik og umfjöllun um
heilbrigðismál almennt. Fæstir sögðust
lesa bókagagnrýni (25%). Flestir vildu
sjá meiri umfjöllun um klíníska hjúkrun,
þ.e. meira af efni sem gæti nýst þeim í
starfi. Tæplega fimmtungi fannst blaðið
of þungt og vildu að meira yrði lagt upp
úr léttara og skemmtilegra efni.
Tímarit hjúkrunarfræðinga kemur nú að
jafnaði út fimm sinnum á ári. Þrír af
hverjum fjórum töldu þann fjölda tölublaða
hæfilegan. Tæp 60% svarenda vildu hins
vegar að gefin yrðu út 1 -2 sérrit á ári með
ritrýndum greinum.
Ritnefnd tímaritsins hefur undanfarnar
vikur fjallað um niðurstöður könnunarinnar.
Þá vinnur starfshópur skipaður formanni
ritnefndar, formanni stjórnar ritrýndra greina,
1. varaformanni félagsins og fleirum nú að
tillögugerð varðandi æskilegar breytingar
á útgáfu tímaritsins, m.a. með hliðsjón af
niðurstöðum könnunarinnar.
Simenntun og fræðsluþörf
Eins og fram kemur í starfsáætlun
stjórnar FÍH, sem vísað er til hér að
framan, er ætlunin að móta stefnu í
símenntunarmálum hjúkrunarfræðinga
sem byggist m.a. á niðurstöðum
þessarar könnunar. Ætlunin er að auka
framboð félagsins á fræðslu handa
hjúkrunarfræðingum, m.a. með notkun
fjarfundabúnaðar.
Könnunin leiddi í Ijós að tæplega þriðjungur
svarenda sagðist sækja símenntun
ársfjórðungslega og tæpur fjórðungur
árlega. Um 17% svarenda sögðust aldrei
sækja faglega símenntun. Það eru helst
hjúkrunarfræðingar í yngsta og elsta
aldurshópnum sem segjast aldrei sækja
faglega símenntun. Helstu ástæður, sem
nefndar voru að kæmu í veg fyrirsímenntun,
voru kostnaður og annir í vinnu.
Flestir sinna faglegri símenntun með
því að sækja fræðslufundi innan
vinnustaðar, en þrír af hverjum fjórum
nefndu einnig að þeir sæktu námskeið og
læsu fræðsluefni. Þegar spurt var hvert
hjúkrunarfræðingar sæktu sína faglegu
símenntun nefndu flestir vinnustað sinn,
síðan Endurmenntun HÍ, fagdeildir FÍH
og um helmingur svarenda tilgreindi FIH.
Þá sögðust tveir af hverjum þremur
myndu nýta sér fræðslu FÍH í gegnum
fjarfundabúnað.
Mótun stefnu FÍH í símenntunarmálum
fékk byr undir báða vængi nú á vor
mánuðum þegar nemendahópur
í meistaranámi í verkefnastjórnun
við verkfræðideild Háskóla íslands
samþykkti að taka símenntunarmál
hjúkrunarfræðinga og niðurstöður
umræddrar könnunar sem verkefni í
stefnumótun. Vigdís Hallgrímsdóttir,
alþjóðafulltrúi FÍH, er einn nemendanna.
Hópurinn hefur þegar skilað verkefninu
af sér og stjórn FÍH samþykkt stefnuna.
Á stjórnarfundi 8. maí sl. var skipaður
starfshópur til að hrinda í framkvæmd
þeim tillögum sem nemendahópurinn lagði
fram. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
mun því á næstu mánuðum og
misserum auka mjög þjónustu sína við
hjúkrunarfræðinga varðandi símenntun.
Orlofssjóður FÍH
Megintilgangur þess hluta könnunarinnar,
sem fjallaði um orlofssjóðinn, var að fá fram
viðhorf hjúkrunarfræðinga til skipulagsmála
sjóðsins, á hvað skyldi leggja áherslu
við nýtingu orlofsfjárins og hvert mat
hjúkrunarfræðinga væri á verðlagi á
orlofshúsnæði. Um 40% svarenda
vildu fjölga orlofsstyrkjum en sitt hvor
fjórðungurinn vildi fjölga íbúðum erlendis og
bústöðum innanlands. Flestir vildu bústaði
á Suðurlandi. Hvað leiguverð varðar töldu
83% svarenda það sanngjarnt.
Skrifstofu FÍH hafa iðulega borist kvartanir
frá hjúkrunarfræðingum um að erfitt sé að
fá úthlutun úr orlofssjóði félagsins. Því var
ákveðið að spyrja hvort viðkomandi hefði
fengið orlofshús eða orlofsstyrk á síðustu
fimm árum annars vegar, og hins vegar
hvers vegna viðkomandi hefði ekki sótt
um á síðustu fimm árum. Þrír af hverjum
fjórum svarenda höfðu fengið úthlutun
á síðustu fimm árum. Ástæður þess að
svarendur höfðu ekki sótt um í orlofssjóð
voru helstar þær að viðkomandi hafði
ekki haft þörf fyrir úthlutun (35%) eða að
viðkomandi hafði heyrt að erfitt væri að fá
úthlutun (22%).
Aldur, fjölskylduhagir og búseta hafði
veruleg áhrif á áherslur svarenda. Þannig
vildu ungir hjúkrunarfræðingar með
fjölskyldur frekar fjölga bústöðum en aðrir,
eldri hjúkrunarfræðingarnir vildu fjölga
orlofsstyrkjum og hjúkrunarfræðingar
búsettir á landsbyggðinni vildu að
orlofssjóður keypti fleiri íbúðir í Reykjavík.
Orlofsnefnd FÍH fjallar nú um niðurstöður
könnunarinnar og mun gera tillögur um
breytingar á áherslum og skipulagi fyrir
næsta fulltrúaþing félagsins sem haldið
verður að ári.
Lokaorð
Viðhorfskannanir sem þessi eru mikilvæg
leið til að kanna hug hjúkrunarfræðinga til
og mat þeirra á starfsemi Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga. Það er stefna félagsins,
stjórnar og starfsmanna þess að þjóna
hjúkrunarfræðingum sem best á hverjum
tíma og fara vel með það fé sem til
ráðstöfunar er í sjóðum félagsins. Stjórn
FÍH vill þakka öllum hjúkrunarfræðingum
sem þátt tóku í könnuninni.
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006
7