Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Side 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Side 14
Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, margret.margeirsdottir@isl.is „ALDRAÐIR EIGA AÐ FÁ TÆKIFÆRI TIL AÐ LIFA MEÐ REISN TIL ÆVILOKA" - ályktanir Félags eldri borgara Á síðasta aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni 18. febrúar sl. voru samþykktar fjölmargar ályktanir og áskoranir til stjórnvalda, bæði ríkis- stjórnarinnar og borgarstjórnar Reykjavíkur, varðandi brýn verkefni sem bíða úrlausnar í málefnum eldri borgara. Hér á eftir verður gerð grein fyrir nokkrum þeirra. Félag eldri borgara telur að núgildandi lög um málefni aldraðra séu úrelt og ekki í takti við nútímaleg viðhorf og dragbítur á eðlilega og nauðsynlega framþróun í þessum málaflokki. Þess vegna var skorað í ríkisstjórnina að beita sér fyrir endurskoðun á lögunum. Sú endurskoðun á m.a. að fela í sér eftirfarandi: Að undirbúa flutning málefna aldraðra frá ríki til sveitarfélaga þannig að stjórnsýsla og ábyrgð verði hjá einum aðila, en slíkt er grundvallaratriði. Að marka heildarstefnu í málum aldraðra sem byggi á jafnrétti og mannréttindum. Að marka nýja stefnu í búsetumálum þar sem ýmsir kostir séu til staðar í samræmi við óskir og þarfir eldri borgara, s.s. þjónustuíbúðir, leiguíbúðir, hjúkrunar- íbúðir, sambýli o.fl. Mikilvægt er að tryggja öryggi og 'sjálfræði eldra fólks í sjálfstæðri búsetu. Að setja skýr ákvæði um heimaþjónustu, dagdvöl (dagvistun) og hvíldarinnlagnir. Að setja ákvæði í lögin um réttindagæslu aldraðra. Vitað er að réttindi þeirra eru oft fyrir borð borin, bæði utan stofnana sem og innan þeirra. í þessu sambandi má vitna í lög um málefni fatlaðra frá 1992 þar sem eru ýtarleg ákvæði um réttindagæslu. Að breyta fyrirkomulagi greiðslna íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum þannig að þeir haldi áfram fjárforræði sínu Samkvæmt núgildandi lögum fellur niður ellilífeyrir og allar aðrar bætur frá Tryggingastofnun ríkisins og rennur beint til stofnunarinnar þegar aldraðir eru vistaðir á dvalar- og hjúkrunarheimilum, án þess að viðkomandi fái nokkru ráðið um það. Félag eldri borgara samþykkti einnig áskorun til ríkisstjórnarinnar um að láta fara fram endurskoðun á lögum um almannatryggingar með það m.a. að markmiði: Að einfalda kerfi lífeyristrygginga svo að það verði sem auðskildast og jafnframt virkast fyrir þá sem byggja meginafkomu sína á því. Að fækka bótaflokkum og skilgreina þá upp á nýtt. Að stefna markvisst að þvi' að fella niður eða draga verulega úr tekjutengingum bótafiokka til þess að áhrif jaðarskatta verði ekki svo tilfinnanleg sem þau eru nú. Að tryggja að öryrkjar, sem hafa til 67 ára aldurs notið aldurstengdrar örorkuuppbótar, fái áfram haldið þessum áunna bótaflokki. Að endurskoða ákvæðið um endurkröfu lífeyrisgreiðslna T ryggingastofnunar ríkisins þar sem heimildin er alltof rúm eins og hún er nú. Félagið skorar einnig á ríkisstjórnina að láta fara fram stjórnsýsluúttekt á starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins. Sérstaklega verði skoðað hvernig unnt sé að bæta upplýsingar og þjónustu og gera starf- semina skilvirkari. í greinargerð með þessari síðustu áskorun kemur fram að á undanförnum árum hafa eldri borgarar í ríkari mæli leitað til skrifstofu Félags eldri borgara vegna erinda sem snúa að lífeyrismálum, ofgreiðslum, tekjuskerðingu, tryggingabótum og öðru sem tengist beint Tryggingastofnun. Þetta eru mál sem eðlilegt væri að fengju viðunandi úrlausn hjá TR en sú virðist ekki vera raunin. Því miður hafa miklar kvartanir borist til félagsins varðandi afgreiðslu og samskipti við TR. Þar sem um fjölda fólks er að 12 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.