Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Page 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Page 15
ræða telur félagið að nauðsynlegt sé að koma starfsemí TR í skilvirkari farveg og tryggja betri samskipti við viðskiptavini stofnunarinnar. Þá telur Félag eldri borgara að brýnt sé að hækka grunnlífeyri frá TR þannig að hann verði að raungildi sá sami og hann var 1995 að viðbættum sambærilegum hækkunum og orðið hafa á lágmarkslaunum verkafólks. Ef þessi tengsl hefðu haldist væri lífeyrir eldri borgara frá TR 17.000 kr. hærri en hann er nú. Brýnt er að skattleysismörk verði hækkuð þannig að þau nái sama verðgildi og þau gjörðu við upptöku staðgreiðslukerfis skatta. Hækkun skattleysismarka er heillavænlegasta leið hins opinbera til tekjujöfnunar enda kemur hún þeim helst til góða sem lægstar hafa tekjur. Hér að framan hefur verið fjallað um ýmsar áskoranir til ríkisstjórnarinnar varðandi bætta stöðu eldri borgara sem brýnt er að taka til úrlausnar hið fyrsta. En því miður virðist vilji og skilningur stjórnvalda lítill sem enginn, enn sem komið er. Að síðustu skal hér gerð grein fyrir áskorunum sem félagið hefur beint til borgarstjórnar Reykjavíkur: í fyrsta lagi að fjölga verulega þjónustu- íbúðum í borgínni sem mikill skortur er á. Biðlisti eftir slíkri búsetu mun nú vera rúmlega tvö ár og það er fjarri því viðunandi. í öðru lagi að efla heima- þjónustu verulegafrá því sem nú er. í þriðja lagi að tekjuviðmiðun vegna afsláttar eldri borgara á fasteignagjöldum verði hækkuð til samræmis við hækkun fasteignamats í ársbyrjun 2006. í fjórða lagi hefur félagið óskað eftir að fá úthlutað byggingarlóð undir fjölbýlishús á góðum stað í borginni þar sem skammt er í þjónustumiðstöð og góðar almennar samgöngur. Varðandi hið síðastnefnda skal þess getið að á árunum 1988-1998 voru byggðar 386 íbúðir á vegum félagsins, og eru þær allar eignaríbúðir. Reynslan af þeim er mjög góð og berast félaginu margar fyrirspurnir um áframhaldandi íbúðabyggingar. Stefnt er að því að byggja ódýrari íbúðir en eru á almennum markaði og þær sniðnar betur að þörfum eldri borgara. Þess vegna er það mikið hagsmunamál fyrir þá að geta komist í hagkvæmar íbúðir vegna þess að margir búa í of stórum eða óþægilegum íbúðum sem henta alls ekki þörfum þeirra. Að síðustu skal áréttuð sú krafa félagsins að öll búseta eldri borgara á að skilgreinast sem sjálfstæð búseta, einnig þeirra sem þurfa mikla þjónustu, t.d. á hjúkrunarheimilum. Félagið gerir einnig kröfu um að allir íbúar á öldrunar- stofnunum hafi sitt einkarými og telur með öllu óviðunandi að öldruðum sé boðið upp á að dvelja árum saman með óviðkomandi einstaklingum í sama herbergi. Á hinum Norðurlöndunum þekkist slíkt ekki lengur og er raunar bannað með lögum í Danmörku og hefur svo verið í áratugi. En því miður erum við íslendingar mjög langt á eftir hvað varðar þjónustu, skipulag og stjórnsýslu, sómasamlegan lífeyri og almennt viðhorf til eldri borgara. Öldruðum á að skapa skilyrði og aðstæður í þjóðfélaginu sem veita þeim bestu möguleika til að vera virkír þátttakendur og njóta gæða samfélagsins eins lengi og kostur er. Þeir eiga að njóta þess að hafa lagt sinn skerf til nútímasamfélags með sínu lífsstarfi. Það á að skapa öldruðum skilyrði til að búa við eðlilegar aðstæður varðandi búsetu, efnahag, menningarstarf og félagslega þátttöku og heilbrigðisþjónustu. Þeir eiga að fá tækifæri til lifa með reisn til æviloka, halda sínu sjálfsforræði og sjálfstæði, móta sitt nánasta umhverfi í samræmi við reynslu sína og gildismat. Nýr starfsmaður á skrifstofu FIH Vigdís Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin í 50% starf sem alþjóðafulltrúi hjá FÍH frá 1. febrúar 2006. Vigdís útskrifaðist frá hjúkrunarfræðideild Háskóla islands vorið 1998. Sumarið eftir útskrift starfaði hún á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Haustið 1998 fór hún til London þar sem hún vann í eitt ár á almennri lyflækningadeild á Hammersmith-sjúkrahúsinu sem er í vesturhluta Lundúnaborgar. í byrjun árs 1999 hóf hún diplómanám í „health service management" við Royal College of Nursing og lauk því árið 2001. Vigdís hóf aftur störf á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur haustið 1999 og vann þar fram að því að hún hóf störf sem alþjóðafulltrúi FÍH í febrúar 2006. Sem alþjóðafulltrúi er hún tengiliður við systursamtök FÍH erlendis, einkum SSN, EFN og ICN. Hún er FRETTAPUNKTUR einnig tengiliður við erlenda hjúkrunarfræðinga á íslandi og alþjóðanefnd hjúkrunarfræðinema við HÍ ásamt því að vera íslenskum hjúkrunarfræðingum innan handar vegna námsferða og starfa erlendis. Haustið 2005 hóf Vigdís meistaranámi í verkefnastjórnun við verkfræðideild HÍ. Þetta er hagnýtt nám þar sem lögð er áhersla á leiðtogaþjálfun, hópastarf og þjálfun við stýringu og þátttöku í smærri og stærri verkefnum. Vigdís er gift Brynjúlfi Halldórssyni, matreiðslumanni hjá Orkuveitu Reykjavíkur, og saman eiga þau tvær dætur, Sigurlaugu, 4 ára, og Bryndísi, 2 ára. Tímarit hjúkrunarfræöinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 13

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.