Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Qupperneq 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Qupperneq 20
Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur, skrifstofustjóri öldrunarmála í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, vilborg.ingolfsdottir@stjr.is NÝJAR ÁHERSLUR í ÞJÓNUSTU VIÐ ALDRAÐA Allir hljóta að vera sammála því að aldraðir eru þjóðfélagshópur sem er mjög mikilvægur hverju samfélagi og því eigi allir að láta síg málefní hans varða. Það er svo ótal margt sem hver og einn og íslenskt samfélag getur gert til að auka vellíðan aldraðra. Þar er höfuðatriðið að umræða um stöðu og þátttöku aldraðra í samfélaginu sé sanngjörn, heiðarleg og að litið sé á aldraða sem hverja aðra gílda þjóðfélagsþegna. Aldraðir eru ekki hópur heldur einstaklingar með lífsviðhorf, væntingar og þarfir. Margir þeirra eru mjög ernir og flestir fullfærir um að taka ákvarðanir um líf sitt og enginn þeirra er byrði á þjóðfélaginu. Stuðning við aldraða, sem búa heima, þarf að styrkja og er heimahjúkrun þar höfuðatriðið. Fyrir veikburða einstaklinga er það ekki raunhæfur kostur að búa heima nema möguleiki sé á að veita heimahjúkrun allan sólarhringinn. Vissulega verður ekki hægt að halda uppí vaktþjónustu allan sólarhringinn á smærri stöðum en það verður að reyna að finna flöt á því hvernig mögulegt er að bregðast við þegar þörf skapast og nýta sveigjanleikann sem fámennari samfélög búa yfír til að sinna þörfum aldraðra. í umræðum um þjónustu við aldraða, sem búa heima, er oft einungis nefnd heimilishjálp og heimahjúkrun. Þessir þjónustuþættir eru mjög mikilvægir en fleira þarf að koma til svo hægt sé að tala um fullnægjandi þjónustu við aldraða sem búa heima. Dagvistun, heimsending matar, heilsueflandi heimsóknir frá heilsugæslustöð, öryggishnapparog önnur hjálpartæki, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, aðstoð við innkaup, skömmtun lyfja, hvíldarinnlagnir, akstursþjónusta, aðstoð við breytingar á húsnæði og félagsstarf eru einnig dæmi um mikilvæga þætti í að sinna þörfum aldraðra og auka velferð þeirra. Margir þessara stuðningsþátta hafa ekki staðið öldruðum til boða á nokkrum stöðum á landinu og úr því þarf tvímælalaust að bæta. En þótt það sé stefna þjóðfélagins að styðja aldraða til að búa heima eins lengi og kostur er, í samræmi við vilja þeirra sjálfra, verða alltaf til einstaklingar sem þurfa að vera á hjúkrunarheimilum um einhvern tíma. Að þeim þurfum við einnig að hlúa og búa þeim þær aðstæður sem við getum öll verið stolt af. 18 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.