Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Blaðsíða 46
má nefna mælikvarða fyrir vitræna getu (CPS) og þunglyndi (DRS). Nýir kvarðar, sem voru settir saman fyrir RAI-MH, eru t.d. mælikvarðar til að meta geðræn einkenni og einkenni um ávana og fíkn (CAGE). 25 gæðavísar eða staðlar (quality indicators for mental health (QIMH)) eru í vinnslu í tengslum við RAI-MH-mælitækið. Dæmi um gæðavísa eru hegðunarmynstur og líkamleg virkni. Síðast en ekki síst er kostnaðargreining innbyggð í mælitækið. SCIPP case-mix kerfið (system for classification of in-patient psychiatry) er 47 hópa kerfi sem um þessar mundir er talið skýra um 30% af kostnaði af hverjum sjúklingi á dag (per diem) (Hirdes o.fl., 2000/2001). Eins og fram hefur komið eru kostnaðargreiningarlíkön, sem taka nær eingöngu mið af geðsjúkdómsgreiningum, meðferð og legudagafjölda, s.s. DRG-kerfið, talin segja mun verr fyrir um kostnað af hverjum sjúklingi. Til viðbótar þarf að taka með í reikninginn meiri klínískar upplýsingar, hjúkrunarþarfir sjúklingsins sem og atferli á deild. Þeir þættir í þjónustu við sjúklinga á geðdeildum, sem bera hvað mestan kostnað, eru skv. kostnaðargreiningu RAI-MH fjöldi legudaga, ákveðnar sjúkdómsgreiningar (geðklofi, lyndisröskun, vefræn geðröskun), hegðunartruflanir, geðrofseinkenni, sjálfsvígshætta/hætta á sjálfskaða, ofbeldi gagnvart öðrum, skert vitræn geta og skert sjálfsbjargargeta (Hirdes o.fl., 2000/2001). Fyrir hverja er RAI-MH? Ólíkt því sem tíðkast í öldrunarþjónustunni, þar sem einungis aldraðir eru metnir, er hægt að nota RAI-MH-mælitækið til að meta alla sjúklinga, 18 ára og eldri, sem liggja á bráðageðdeildum, endurhæfingar- og hæfingargeðdeildum, réttargeðdeildum og öldrunargeðdeildum. Rétt er að benda á, áður en lengra er haldið, að hér er ekki um spurningalista að ræða heldur mat þar sem upplýsinga er aflað úr mörgum áttum, t.d. úr sjúkraskrám, frá fagaðilum sem veita sjúklingi þjónustu, í sumum tilfellum frá aðstandendum auk viðtals við sjúklinginn sjálfan. Hvenær fer RAI-MH-mat fram? Almennt er reiknað með að matið fari fram innan þriggja sólarhringa frá innlögn. Matið má svo endurtaka, ef breyting verður á ástandi sjúklings, á meðan á innlögn stendur, en það er stjórnenda að ákveða hversu oft er metið. Það segir sig sjálft að margt getur breyst á innlagnartímanum en reiknað er með því að endurmat fari a.m.k. fram við útskrift. Við þetta má bæta að stundum er mat gert í rannsóknarskyni eða vegna gæðaeftirlits (Hirdes o.fl., 1999a). Hluta af upplýsingunum er aðeins safnað við fyrstu innlögn. Ekki er því um margskráningu að ræða, t.d. þegar að næstu innlögn kemur eða við flutning milli deilda eða stofnana. Þetta er mikilvægt atriði sem hlýtur að teljast til hagsbóta bæði fyrir sjúklinginn sjálfan og meðferðaraðila. Þannig eiga að vera til staðar þær grunnupplýsingar sem aflað var við fyrstu innlögn þegar og ef til endurinnlagnar kemur. Þróun RAI-MH á íslandi Unnið hefur verið að þróun og innleiðingu RAI-MH á Landspítala- háskólasjúkrahúsi undanfarin fimm ár og hefur fjöldi einstaklinga tekið þátt í þeirri vinnu (Guðný Anna Arnþórsdóttir o.fl., 2003). Verkefnisstjóri frá upphafi er Guðrún Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, MS. Stýrihópur um RAI-MH-verkefnið var stofnaður 1999 á geðsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur (síðar Landspítali-háskólasjúkrahús). Hópurinn vann að þýðingu RAI-MH-mælitækisins og handbók þess í útgáfu 1.0. Að undangengnum kynningum fyrir öllum faghópum á geðsviði LSH og námskeiði í notkun mælitækisins var gerð forrannsókn á árunum 2002 og 2003 á öllum níu endurhæfingardeildum geðsviðs. Rannsókn þessi er hliðstæð rannsóknum á RAI- mælitækjum fyrir aldraða sem hafa verið í þróun og notkun hér á landi síðan 1991 (Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1994; Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1999; Guðný Anna Arnþórsdóttir o.fl., 2003). Innleiðing RAI-MH á pappírsformi á LSH Að lokinni ofangreindri forprófun haustið 2003 var ákveðið að taka mælitækið RAI-MH, á pappírsformi, í notkun á öllum legudeildum endurhæfingar á geðsviði LSH. Þetta var gert í samráði við stýrihóp um RAI-mælitækin á íslandi. Sjúklingar eru metnir tvisvar á ári, vor og haust, að undangengnu námskeiði fyrir matsaðila. Mat hefur farið fjórum sinnum fram með 1.0 útgáfu RAI-MH-mælitækisins og upplýsingar færðar inn í tölfræðiforritið SÞSS. Reglubundið áreiðanleikamat hefur verið framkvæmt samhliða til að tryggja gæði þeirra upplýsinga sem aflað er. Áreiðanleikinn er kannaður með því að tiltekinn fjöldi sjúklinga er metinn (test-retest) og ekki af sama meðferðaraðila, innan sólarhrings og reiknaðir út kappastuðlar. Hjúkrunarfræðingar halda utan um RAI-matið Hjúkrunarfræðingar hafa umsjón með mati á deildunum og er það sama fyrirkomulag og er í öldrunarþjónustunni. Mikilvægt er þó að hafa í huga að RAI-mælitækin eru þverfagleg mælitæki og því nauðsynlegt að allir sem sinna sjúklingunum eigi hlut í matinu til að tryggja áreiðanleika þess. Því hafa aðrir fagaðilar en hjúkrunarfræðingar, þ.e. læknar, sálfræðingar og félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og sjúkraliðar, einnig tekið þátt í matinu og unnið hefur verið úr niðurstöðum eftir óskum stjórnenda. Tímafrekt er að vinna þessar upplýsingar vegna þess að þær eru ekki geymdar í gagnagrunni heldur einungis tölfræðiforriti. Því er það forgangsverkefni að koma mælitækinu á rafrænt form í gagnagrunn, en það er skilyrði fyrir því, að hægt sé að taka fylgihluti mælitækisins í notkun. Hugbúnaður RAI-mælitækja Á árinu 2004 var unnin þarfagreining og kröfulýsing hugbúnaðar fyrir RAI-mælitækin í geð- og öldrunarþjónustunni í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið. Þar er m.a. fjallað um tengsl við rafræna sjúkraskrá (Sögu-kerfið) auk möguleika á tengingu kerfisins um land allt. í kjölfar ofangreindrar vinnu var tekin ákvörðun um að fyrst í stað verði hannaður sjálfstæður hugbúnaður fyrir RAI- MH (mental health) og RAI-PAC (post acute care) og gögnum varpað yfir í miðlægan gagnagrunn RAI-mælitækja. Áætlað er að þessum hluta hugbúnaðarvinnunnar verði lokið vorið 2006 og í framhaldinu fari fram viðtökuprófanir og innleiðing kerfisins. Vonir um hugbúnað fyrir RAI-mælitækin á Landspítala eru því að verða að veruleika. 44 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.