Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Side 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Side 50
Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands, johannab@hi.is s GEÐHJUKRUN OG GEÐORÐIN 10 Eins og gefur aö skilja beinast störf geðhjúkrunarfræðinga einkum að því að efla geðheilbrigði, koma auga á einstaklinga með geðræn vandamál og veita þeim og fólki sem býr við geðsjúkdóma umönnun. Undanfarið hefur mönnum orðið tíðrætt um að það sé engin heilsa án geðheilsu og því má með sanni segja að allir hjúkrunarfræðingar, hvar sem þeir starfa, þurfi að rækta og taka mið af geðheilbrigði skjólstæðinga sinna. Oft notum við orðin geðheilsa, geðheilbrigði, geðræn vandamál og geðsjúkdómar þegar við ræðum um tilfinningalíðan. Hugtakið geðheilsa eða geðheilbrigði vísar til tilfinningalegrar vellíðanar, að einstaklingur búi við mikil Iffsgæði, að eigin mati, og fái notið sín. Það er að sjálfsögðu eftirsóknarvert að viðhalda góðri geðheilsu, bæði fyrir einstaklinginn sjálfan sem og allt samfélagið. Mörg störf hjúkrunarfræðinga beinast að því að efla geðheilsu fólks, og úrræði þar að lútandi, með faglegum stuðningi og fræðslu, t.d. í ungbarnavernd og í skólahjúkrun. Meginmarkmiðið er þá að efla geðheilsuna með því að styðja einstaklinginn eða hópinn í að takast á við áhættuþætti eða atburði,semmargirstandaóhjákvæmilega frammi fyrir, með jákvæðu hugarfari og snúa vörn í sókn þannig að af hljótist lærdómur sem nýtist til áframhaldandi velfarnaðar í lífinu. Oft notum við orðin geð- heilsa, geðheilbrigði, geð- ræn vandamál og geðsjúk- dómar þegar við ræðum umtilfinningalíðan. Hugtak- ið geðheilsa eða geðheil- brigði vísar til tilfinninga- legrar vellíðanar, að ein- staklingur búi við mikil lífs- gæði, að eigin mati, og fái notið sín. Margir verða tímabundið varir við geðræn vandamál eða einkenni sem geta líkst einkennum geðsjúkdóma án þess að uppfylla greiningarmerki þeirra. Trúlega fara fæstir í gegnum lífið án þess að finna einhvern tímann fyrir tilfinningalegri vanlíðan eða vandamálum. Þá er um að ræða sársaukafulla líðan sem getur átt sér stað hvenær sem er á lífsleiðinni og jafnvel tengst áföllum, þroskaferli, aðstæðum og heilsubresti af ýmsum toga. Vanlíðanin getur haft mismikil áhrif á daglegt líf og lífsánægju viðkomandi og þá er gott að njóta skilnings og hvatningar fjölskyldu og vina og faglegrar færni fagfólks. Hjúkrunarfræðingar eru vegna eðlis starfa sinna í þeirri fagstétt sem oft er í nánustu samneyti við einstakling eða fjölskyldu á tímum tilfinningalegrar vanlíðanar. Þá gildir að greina vanlíðanina snemma og hjálpa viðkomandi að draga úr henni, t.d. með því að segja frá, hreyfa sig eða slaka á. í þessu felst einnig að auka innsæi viðkomandi í líðan sína, viðhorf, hegðun og aðstæður. í þessu samhengi veita geðhjúkrunarfræðingar ráðgjöf eða aðra geðræna aðstoð, s.s. lausnamiðaða meðferð. Þetta er gert til þess að efla færni einstaklingsins, nýta styrkleika hans og hæfni til að leysa vandann sem býr að baki og setja ný markmið eftir því sem við á. Umönnun geðsjúkra er sérhæfð hjúkrun sem getur, eftir atvikum, farið fram á sjúkrahúsi, í athvörfum, sambýlum eða á heimilum sjúklinganna. Þjónustan er oft veitt í þverfaglegu samstarfi og í sem mestri samvinnu við sjúkling og aðstand- endur. Störf geðhjúkrunarfræðinga beinast þá gjarnan að því að hlúa að grunnþörfum sjúklingsins og efla færni hans tii sjálfsbjargar, oft í samvinnu við þá sem næstir honum standa. Eitt veigamikið hlutverk geðhjúkrunar- fræðinga er að skapa umhyggjusamt umhverfi, hvort sem er á sjúkradeild eða annars staðar, sem veitir öryggi og markvissa örvun til að hver og einn njóti sem mestrar lífsfyllingar, efli færni sína og rækti hæfileikana. Auk þessa samhæfa geðhjúkrunar- fræðingar gjarnan aðra meðferð sem skjólstæðingar njóta, fylgja eftir árangri hennar og veita sjálfir sérhæfða geðmeðferð sem miðar að bættri tilfinningalíðan. Hvar sem geðhjúkrunarfræðingar starfa er skilningur á aðstæðum skjólstæðingsins í brennidepli, virðing borin fyrir þeirri merkingu sem hann leggur í eigin aðstæður og komið til móts við hann þar sem hann er staddur á lífsgöngu sinni. Geðorðin 10 geta hæglega verið eitt af leiðarljósunum í geðhjúkrun jafnt fyrir skjólstæðingana sem og hjúkrunarfræðinginn sjálfan. 48 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.