Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Page 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Page 51
Geðorð nr. 1 Hugsaðu jákvætt - það er léttara Eydís K. Sveinbjarnardóttir, MS, sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði LSH. Fyrir fimmtíu árum var meðalaldur þeirra sem fundu fyrir alvarlegu þunglyndi í fyrsta sinn á ævi sinni 29,5 ár. Núna er þessi aldur 14,5 ár. Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin (WHO) spáir því að fyrir árið 2020 verði þunglyndi orðið aðalástæða örorku. Það er vitað að ungt fólk, sem finnur einu sinni til þunglyndis, er líklegra til að verða fyrir þunglyndi aftur - forvarnir skipta því meginmáli. Það sýnir sig að þegar þrautseigja ungs fólks er styrkt til að það geti tekist á við líf sitt þá finnur það síður fyrir sjálfsvígshugsunum og þunglyndi, og slík styrking eflir tilfinningalega getu. En hvernig styrkir maður þessa eiginleika sem þrautseigjan er, þ.e. að vera tilfinningalegur ianghlaupari? Jú, fræðimenn segja að þrautseigjan felist í góðu sjálfstrausti og trú á velgengni, getunni til að hugsa jákvætt og leitist við að leysa málin þegar vanda ber að höndum, og að lokum að hafa stjórn á tilfinningum. Geðhjúkrunarfræðingar nýta sér þessa þekkingu í meðferðarstarfi með skjólstæðingum. Þeir hvetja og hjálpa ungu fólki til að hugsa jákvætt og vera bjartsýnt - vitandi að það léttir lífið. Geðhjúkrunarfræðingar, sem vinna með fjölskyldum, meta hvað það er í fjölskyldulífinu sem getur ýtt undir frekari vandræði (svonefndir áhættuþættir) og hvað getur dregið úr þeim (svonefndir verndarþættir). Áhættuþættir eru m.a. að lifa við fátækt, ofbeldi, einangrun eða langvinnan geðsjúkdóm í fjölskyldunni. Verndandi þættir geta hins vegar verið uppbyggileg samskipti, ástundun áhugamáia og náms eða aukinn sjálfskilningur einstaklinganna í fjölskyldunni.Geðhjúkrunarfræðingarreyna að vinna þannig með fjölskyldunni að henni gangi betur að takast á við áhættuþættina og efla verndar þættina. Þannig hjálpa geðhjúkrunarfræðingar fjölskyldunni til sjálfshjálpar þegar erfiðleikar steðja að. Það sýnir sig í þessari vinnu að jákvæðni og bjartsýni einstaklinga, fjölskyldna, fagfólks og samfélaga hefur mikið að segja um árangur slíkrar vinnu - rannsóknir sýna að það gerir lífið léttara. Geðorð nr. 2 Hlúðu að því sem þér þykir vænt um Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og forstöðukona í Vin, athvarfi Rauða kross íslands fyrir geðfatlaða. Öll höfum við þörf fyrir ást og umhyggju annarra. Það er okkur eðlilegt að sinna okkar nánustu, börnunum okkar, systkinum og vinahópnum. Lífið væri ósköp snautt ef við værum ekki í samspili og tengslum við aðra, saman erum við sterkari, það er skemmtilegra að vera til þegar við gefum af sjálfum okkur og njótum lífsins með öðrum og við erum einfaldlega heilii þegar við erum í góðum tengslum við aðra. Eru þetta sannindi sem við hjúkrunar- fræðingar þurfum að minna okkur á? Við sem erum svo vel skóluð í að hugsa um aðra, uppfylla þarfir þeirra og jafnvel sjá þær fyrir. Stundum verður viðleitnin jafnvei svo mikil að við gleymum okkar eigin þörfum eða að setja öðrum nauðsynleg mörk. Þá hættir umhyggjan að vera skemmtileg og verður krefjandi og um leið lítt gefandi. Það er nefnilega svo stutt á milli umhyggjunnar og meðvirkninnar sem er svo stórhættuleg geðheilsu okkar. Það er einhvern veginn þannig að þó heildin skipti miklu máli þá förum við ekki langt ef við hlúum ekki að okkur sjálfum, við gefum lítið af væntumþykju ef okkur þykir ekki vænt um okkur sjálf. Allt eru þetta augljós atriði sem margir eru mjög meðvitaðir um og þurfa svo sem ekkert að iáta minna sig á. Og á okkar sjálfhverfu tímum þarf kannski ekki að minna fólk á að rækta sinn garð eða passa upp á sjálft sig. Er ekki hver sjálfum sér næstur? Eiga ekki allir að hugsa um sjáifa sig, semja um kaup fyrir sig, búa til sína eigin vaktaskýrslu, koma sjálfum sér áfram og upp metorðastigann? Það er þetta með meðalhófið, það er víst best í þessu sem öðru. Að lokum: Munum eftir að hlúa að faginu okkar, það er svo stór hluti af okkur og það sem okkur þykir vænt um og erum stolt af, ekki satt? Að hafa tækifæri til að rækta það og styrkja er ein af forsendunum fyrir hvernig okkur tekst að hjálpa öðrum til að öðlast aftur trú á sjálfum sér og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða í samspili við aðra. Geðorð nr. 3 Að lifa er að læra. Að læra er að lifa. Guöný Anna Arnþórsdóttir, geöhjúkrunarfræðingur, MS, sviðsstjóri starfsmannasviðs Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. Ekki þarf að kafa djúpt til að sjá hversu stór sannleikskorn felast í þessum einföldu setningum. Hitt er annað mál að til að nálgast hugtökin lærdóm og þekkingu, hvað þá að komast til botns í þeim, þarf rökfræðilegar fléttur margra fræðigreina. Þekkingarhugtakið er tengt hugtökum á borð við skoðun, sannleika, merkingu, upplýsingar, leiðbeiningar og Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 49

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.