Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Qupperneq 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Qupperneq 52
samskipti. Ein skilgreining, sem talsvert hefur verið notuð, er að þekking sé „upplýsingar ásamt reynslu, samhengi, túlkun og íhugun. Hún er afrakstur vandlegrar úrvinnslu upplýsinga sem eru tilbúnar til notkunar við ákvarðanatöku og í athöfnum.“ í þeirri undirgrein heimspekinnar, sem nefnist þekkingarfræði, er fengist við eðli, uppsprettu og takmörk þekkingar. Það er umdeilt hvað telst vera þekking, fullvissa eða sannleikur. Um þessi mál deila heimspekingar, félagsvísindamenn og sagnfræðingar. Sumar hliðar þekkingar hafa félagsleg einkenni. Þannig má líta á þekkingu sem félagsleg verðmæti. Þekkingarfélagsfræði rannsakar hvernig tengslunum er háttað á milli samfélagsins og þekkingarinnar. Einstaklingar og samfélög auka þekkingu sína með reynslu, athugunum og afleiðslu. Og þá er ónefnd hér sú tegund þekkingar sem margir halda fram að sé sú dýrmætasta - og alltjent sú sem snýr mest að geðhjúkrunarfræðinni - nefnilega sjálfsþekking mannsins. Sigvaldi Hjálmarsson guðspekingur segir á einum stað að leitin að sjálfsþekkingu sé í raun leit að veruleika því í henni felist spurningin um hvað maðurinn sé í raun. (http://www.gudspekifelagid.is/sigvaldi_ hjalmarsson_thektu_sjalfan_thig-.htm). Menn tileinka sér þekkingu og breytast hið innra og hið ytra allt æviskeiðið, frá vöggu til grafar. Menn læra í hefðbundnu námi og einnig af því að takast á við heiminn. Skólalærdómur úreldist á nokkrum árum í þekkingarsamfélagi nútímans. Að sögn bandaríska prófessorsins dr. Dwight Allen, sem nýverið hélt fyrirlestur hér á landi á námskeiðinu Lífsleikni á 21. öldinni, úreldist helmingur allrar kunnáttu og fróðleiks fólks á þremur árum. Á árum áður skiptist starfsferill einstaklingsins í þrennt: nám, starf og eftirlaunaár. Hver hluti var sjálfstæður að því leytinu til, að ekki var álitið að meira þyrfti að læra og nema eftir að lokaprófi var náð. Það að koma úr námi og vera þá menntaður fyrir ævina á ekki lengur við heldur þurfa menn að leita áframhaldandi menntunar ævilangt, jafnhliða öðrum störfum. Menntun og þjálfun eru þannig orðin órjúfanlegur þáttur lífsferils okkar, við þurfum að læra eins og við munum lifa að eilífu. Afleiðing þessarar þróunar er að menntun er að færast nær afþreyingu og er að verða skemmtileg reynsla og lífsstíll í stað þess að vera kvöð. Hún verður ekki lengur eitthvað sem við verðum að fjárfesta í heldur eitthvað sem við viljum fjárfesta í og hafa ánægju af. Af bókum má margt læra en ekki síður af lífinu og reynslunni, eigin mistökum og eigin sigrum. Það er lífstíðarverkefni að kynnast sjálfum sér og eigin viðbrögðum. Geðhjúkrunarfræðingar kenna meðal annars skjólstæðingum sínum að skoða og skilgreina viðbrögð sín í daglegu lífi og breyta þeim, í samhengi við árangur og mistök, eða hvað gengur og hvað ekki. Slík handleiðsla eða meðferð er í raun aðstoð við að öðlast sjálfsþekkingu sem margir halda fram að sé ein af undirstöðum góðrar geðheilsu - ásamt auðvitað fjölmörgu öðru. Nýlegar lífeðlisfræðilegar rannsóknar niðurstöður segja okkur að nýjar tengingar myndist í heilanum við nýja reynslu og vitneskju fram á gamals aldur. Gamla máltækið, „erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja," er því úrelt og byggt á röngum forsendum! Geðorð nr. 4 Læröu af mistökum þínum Salbjörg Bjamadóttir, geðhjúkrunarfræðingur, stjórnandi verkefnisins Þjóð gegn þunglyndi og sjálfsvígsforvarna hjá landlæknisembættinu. Stundum segjum við að það sé munur á tveimur einstaklingum sem horfa á sama glasið. Annar sér það hálftómt, hinn hálffullt. Hvað skyldi skilja á milli þess sem gerir sömu mistökin aftur og aftur og sér stöðuga ógn í því sem hann tekur sér fyrir hendur og hins sem sér tækifærin í lífinu þrátt fyrir mistök? Öll erum við einstök með mismunandi þarfir og langanir og langflest fáum við tækifæri til að njóta þess að vera í samfélagi við vini og ættingja. En hvað verður til þess að sumum vegnar vel og aðrir sitja eftir? Það eru margar ástæður. Ein er eflaust sú að einstaklingar hafa mismunandi sýn á lífið eða þor að takast á við það. Þeir sem eru bjartsýnir að eðlisfari eiga oftar auðveldara með að setja sér markmið, þeir horfa á mistök sem tilraun eða nýta mistök sín til framþróunar eða að sjá í þeim ný tækifæri. Með dugnaði og eljusemi halda þeir áfram að endurskoða markmið sín. Þeir leggja sig fram við að vera í góðum tengslum við annað fólk, þeir bera virðingu fyrir eigin tilfinningum, setja sig oftar en ekki í spor annarra og hafa hugrekki til að standa með sjálfum sér og ekki síður til biðjast fyrirgefningar ef þeir gera á hlut annarra. En það eru ekki allir svona heppnir. Sumir eru sífellt að lenda í vandræðum. Þeir eiga sér stunum markmið en þau eru óskilgreind, og þeir eiga erfitt með að biðja um aðstoð fyrr en allt er komið í þrot. Þessir einstaklingar líta oft þannig á mistök sín að þau séu óyfirstíganleg, þrjóskast við að viðurkenna vanmátt sinn, þora illa að takast á við mótbyr, sjá endalausar ógnanir, draga sig í hlé, fyllast jafnvel öfund út í þann sem hefur það betra. Efi og hik breytist síðan í kvíða eða jafnvel þunglyndi. Þegar svo er komið er fagfólk með menntun á geðsviði, þar með talið geðhjúkrunarfræðingar, oft góður kostur að leita til. Geðhjúkrunarfræðingur getur hjálpað einstaklingnum að sjá styrkleika sinn, skoða samskiptin við sína nánustu, kallað til ættingja eða vini sem gætu veitt stuðning og skoðað lausnir sem gætu verið lykill að betra lífi fyrir einstaklinginn. Það er erfitt að horfast í augu við vanda og það tilfinningarót sem honum fylgir. Aðeins með því að þora að skoða tilfinningar sínar, samsetningu vandans, setja sér raunhæf markmið og síðast en ekki síst að vera í góðum tengslum við sína nánustu er einstaklingurinn hæfur til að uppskera þann munað að lifa skemmtilegu og innihaldsn'ku lífi. Þannig fær hann tækifæri til að njóta þess að vera hann sjálfur með öllum sínum kostum og göllum. Þannig nær hann góðu samneyti við aðra og sér þá möguleika sem lífið býður upp á. Velgengni er eilífðarvinna. 50 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.