Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Síða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Síða 57
SSN conference in Helsingfors 12.-13. október 2006 Helsingfors, Finnlandi www.ssn-nnf.org/ 3. Dreilánderkongress Pflege in der Psychiatrie 19.-20. október 2006 Vín, Austurríki Heimasíöa: www.oudconsultancy.nl/ 5th International NHSRU Conference, Practice to Policy: Global perspectives in Nursing 25.-27. október 2006 Ontaríó, Kanada Heimasíða: www.nhsru.com 3rd International Nursing Management Conference 9.-9. nóvember Kusadasi, Tyrklandi Heimasíða: www.inmc2006.org/ 8th Quadrennial Congress of Neuroscience Nurses/EANN 30. maí - 2. júní 2007 íslandi Netfang: ingibjok@landspitali.is CNR og ICN Conference 27. maí - 1. júní 2007 Yokohama, Japan Heimasíða: www.icn.ch 5th World Congress on Pediatric Critical Care 24.-28. júní 2007 Genf, Sviss Heimasíða: www.pcc2007.com Nánari upplýsingar um ráðstefnurnar er að fá á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, sími 540 6400. Tæplega 7 milljónir króna í bætur - Hæstiréttur dæmir í máli hjúkrunarfræðings Hjúkrunarfræðingi, konu sem starfaði á speglunardeild Landspítala- háskólasjúkrahúss á árunum 1988 til 1997 eða þar til hún fór í veikindaleyfi, voru dæmdar 6,8 milljón krónur í bætur vegna veikinda sem hlutust af störfum hennar. í dómnum segir að sannað sé að veikindi hennar megi rekja til notkunar efnisins glútaraldehýðs sem notað er til að hreinsa áhöid. Spítalanum var jafnframt gert að greiða stefnanda þrjár milljónir í málskostnað. í dómsskýrslu kemur fram að hjúkrunarfræðingurinn hafði aldrei fengið fyrirmæli um notkun glútaraldehýðs eða leiðbeiningar. Hún hafi því ekki vitað neitt um efnið en áttað sig á áhrifum þess þegar hún og aðrir starfsmenn fengu munnþurrk og höfuðverki. Hún benti einnig á að loftræsting hafi verið léleg og einungis unnt að opna glugga í góðu veðri. Fleiri hjúkrunarfræðingar gáfu skýrslu og sögðu að þeir hefðu ekki fengið leiðbeiningar um meðhöndlun' efnisins og tveir höfðu veikst, fengið höfuðverk, andþyngsli og þyngsli yfir höfuð og andlit. í niðurstöðu dómsins segir að enginn vafi sé á að glútaraldehýð geti valdið astma, snertiexemi og slímhúðarbólgum í nefi auk þess sem efnið valdi ertingu og almennum óþægindum þar sem andrúmsloft er mengað af efninu. í erlendum læknisfræðitímaritum hafði verið vakin athygli á því að efnið gæti valdið astma áður en hjúkrunarfræðingurinn hóf störf á speglunardeildinni og því bæri að umgangast það með mikilli varúð og beita tiltækum ráðum til að vinnuumhverfið mengaðist ekki af völdum þess. Spítalanum átti að vera þetta Ijóst og bar að vernda starfsfólk sitt gegn áhrifum efnisins. Þá segir enn fremur að ekki hafi komið fram nein önnur skýring á veikindunum og verði því að telja að orsök veikindanna sé notkun umrædds efnis á vinnustað hjúkrunarfræðingsins. Héraðsdómarinn JónFinnbjörnssonkvaðuppdóminnásamtmeðdómendunum Jakobi Kristinssyni dósent og Sigurði Thorlacius dósent. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006 55

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.