Ráðunautafundur - 15.02.1986, Side 34
24
1. Magn af ferskvatni
Reynsla í Laxeldisstöð ríkisins hefur sýnt, að hægt er
aó stunda hafbeit án mikils vatnsmagns. Eiginleikar
vatnsins viróast þannig skipta meira máli heldur en magnió.
Þannig gengur lax greióar i 300 sekúndulítra læk sem er i
vexti eftir stórrigningu heldur en mun stærri læk i
þurrkatíó. Ekki er auðvellt aó setja nákvæm mörk um þaó
vatnsmagn sem þarf, en viómióunartala gæti veriö 300
sekúndulitra rennsli.
2. Aðdýpi
Sérstaklega er erfitt aö fullnægja þessu skilyrói á
Vesturlandi og Vestfjöröum, þar sem munur á flóöi og fjöru
er verulegur, allt aö 4,5 metrar. Oft eru þar miklar
grynningar vió árósa á fjöru og heilir firöir geta veriö svo
til þurrir á stórstraumsfjöru. Þetta torveldar göngu seióa
í sjó og göngulax kemur aðeins inn á flóði. Þessi vandi var
leystur farsællega i Lárósi á Snæfellsnesi, en þar var
byggóur 300 metrar garóur. Hann lokaði Lárvaóli, sem var
grunnur fjöróur, og myndaði Lárvatn sem hefur verió notað
vió hafbeitarsleppingar i mörg ár. Sambærilega aöstööu
mætti útbúa víöa á Vesturlandi, einkum viö Breióafjöró. Er
Hagavaóall á Barðaströnd gott dæmi þar um.
Ýmsar hafbeitarstöðvar hafa verió reistar á
óvenjulegum stöóum undarfarin ár. Þar má nefna Pólarlax í
Straumsvík og Vogalax á Vatnsleysuströnd, sem báðar byggja á
dælingu á grunnvatni, þar sem engin á rennur til sjávar á
staónum. Aódýpi er mikió við báðar þessar stöðvar, sem er
hagstætt aö því er seiðasleppingar og endurheimtu á laxi
varóar. Hinsvegar hefur komiö upp erfió staóa i tengslum
við göngu á laxi i ferskvatn, þar sem veóurfarslegir þættir
(rigning) hafa engin áhrif á útrennsli. Þetta vandamál er
nánast óleyst enn.