Ráðunautafundur - 15.02.1986, Síða 70
-60-
Ýmsar rannsóknir voru geróar á tíðni, gerð og erfðum gula litarins
upp úr 1960.
Þannig var rannsakað sumar og haust 1961 hvernig einkunn lamba
fyrir gulan lit við fæðingu endurspeglaðist í flokkum á gærum
sláturlamba að hausti og ull áa við vorrúning. 1 þeirri rannsókn var
sett upp það kerfi sem siðan hefur verið notað við flokkun á gærum
sláturlamba á tilraunabúunum og kerfi við flokkun á ull áa á sömu búum.
1 rannsókninni 1961 kom i ljós að einkunn lamba fyrir gulan lit við
fæðingu gaf mikla vísbendingu um það hversu gular gærur lambanna yrðu að
hausti og hve mikið yrði um gul hár í ull ánna siðar. Þá kom einnig fram
i þeirri rannsókn að gærur sem voru taldar alhvítar í sláturhúsi
reyndust til muna betra hráefni til loðsútunar heldur en gærur sem
dæmdust gular á skæklum eóa belg við slátrun (Stefán Aðalsteinsson,
1962).
Fyrstu tilraunir með úrval gegn rauðgulum illhærum og ræktun á
alhvitu fé hófust á Hólum haustið 1961. Þá voru settir þar á tveir
alhvitir og tveir mikið gulir lambhrútar og þeir notaðir á sambærilegar
ær. Marktækur munur kom fram á gæruflokk afkvæma hvitu og gulu hrútanna
að hausti (Stefán Aóalsteinsson, 1963).
Meðaleinkunn afkvæma hvitu hrútanna var 4,63 og þeirra gulu 2,11.
Mismunur á afkvæmahópunum er þá 2,52, en hann jafngildir úrvals-
viðbrögðum þar sem annað foreldrið er valið. Mismunur völdu feðrahópanna
er 10, og samkvæmt þvi eru viðbrögðin 25,2% af úrvalsmun. Það jafngildir
arfgenginu h2 = 0,5.
f sömu ritgerð eru skoðaðir ýmsir möguleikar á að útrýma rauógulum
illhærum með kynbótum og sú ályktun dregin að það eigi að vera auðvelt
ef að þvi verði stefnt.
f ritgerð i BÚnaðarblaðinu frá þessum tíma var m.a. fjallað um
sambandið á milli gæruflokks á líflömbum og flokkunar á ull sömu
gemlinga við vetrarklippingu. Það samband reyndist mjög sterkt (Stefán
Aðalsteinsson, 1964).
Þá var fjallað um gæruflokka foreldra og gæruflokk afkvæma i annari
ritgerð (Stefán Aðalsteinsson, 1965) og komu þar i ljós mjög sterk áhrif
foreldra á gæruflokk afkvæmanna. Ot frá því sambandi var síðar reiknað
arfgengi á gæruflokk sem aðhvarf afkvæmis aó meðaltali foreldra og
reyndist það 0,46 + 0,05 (Stefán Aðalsteinsson, 1975a).
f þriðju ritgerðinni frá þessum tíma (Stefán Aðalsteinsson, 1966)
kom m.a. fram að arfgengi, reiknað á gæruflokk 2008 lamba frá haustinu
1965 undan 56 hrútum, reyndist vera 0,60 ± 0,10.
Árið 1965 var gerð kynbótaeinkunn fyrir ær á fjórum rikisbúum.
Ullarflokkurinn sem reyfið af ánni dæmdist i var tekinn inn i þá einkunn
meö lágu vægi (Stefán Aðalsteinsson, 1971a).
Birt var í Handbók bænda, 1969, nákvæm lýsing á því hvernig ætti að
dæma rauðgular illhærur á fé og hvaða árangri mætti búast við, ef horfið
væri að því að gera féð alhvitt (Stefán Aóalsteinsson o.fl. 1969).