Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 70

Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 70
-60- Ýmsar rannsóknir voru geróar á tíðni, gerð og erfðum gula litarins upp úr 1960. Þannig var rannsakað sumar og haust 1961 hvernig einkunn lamba fyrir gulan lit við fæðingu endurspeglaðist í flokkum á gærum sláturlamba að hausti og ull áa við vorrúning. 1 þeirri rannsókn var sett upp það kerfi sem siðan hefur verið notað við flokkun á gærum sláturlamba á tilraunabúunum og kerfi við flokkun á ull áa á sömu búum. 1 rannsókninni 1961 kom i ljós að einkunn lamba fyrir gulan lit við fæðingu gaf mikla vísbendingu um það hversu gular gærur lambanna yrðu að hausti og hve mikið yrði um gul hár í ull ánna siðar. Þá kom einnig fram i þeirri rannsókn að gærur sem voru taldar alhvítar í sláturhúsi reyndust til muna betra hráefni til loðsútunar heldur en gærur sem dæmdust gular á skæklum eóa belg við slátrun (Stefán Aðalsteinsson, 1962). Fyrstu tilraunir með úrval gegn rauðgulum illhærum og ræktun á alhvitu fé hófust á Hólum haustið 1961. Þá voru settir þar á tveir alhvitir og tveir mikið gulir lambhrútar og þeir notaðir á sambærilegar ær. Marktækur munur kom fram á gæruflokk afkvæma hvitu og gulu hrútanna að hausti (Stefán Aóalsteinsson, 1963). Meðaleinkunn afkvæma hvitu hrútanna var 4,63 og þeirra gulu 2,11. Mismunur á afkvæmahópunum er þá 2,52, en hann jafngildir úrvals- viðbrögðum þar sem annað foreldrið er valið. Mismunur völdu feðrahópanna er 10, og samkvæmt þvi eru viðbrögðin 25,2% af úrvalsmun. Það jafngildir arfgenginu h2 = 0,5. f sömu ritgerð eru skoðaðir ýmsir möguleikar á að útrýma rauógulum illhærum með kynbótum og sú ályktun dregin að það eigi að vera auðvelt ef að þvi verði stefnt. f ritgerð i BÚnaðarblaðinu frá þessum tíma var m.a. fjallað um sambandið á milli gæruflokks á líflömbum og flokkunar á ull sömu gemlinga við vetrarklippingu. Það samband reyndist mjög sterkt (Stefán Aðalsteinsson, 1964). Þá var fjallað um gæruflokka foreldra og gæruflokk afkvæma i annari ritgerð (Stefán Aðalsteinsson, 1965) og komu þar i ljós mjög sterk áhrif foreldra á gæruflokk afkvæmanna. Ot frá því sambandi var síðar reiknað arfgengi á gæruflokk sem aðhvarf afkvæmis aó meðaltali foreldra og reyndist það 0,46 + 0,05 (Stefán Aðalsteinsson, 1975a). f þriðju ritgerðinni frá þessum tíma (Stefán Aðalsteinsson, 1966) kom m.a. fram að arfgengi, reiknað á gæruflokk 2008 lamba frá haustinu 1965 undan 56 hrútum, reyndist vera 0,60 ± 0,10. Árið 1965 var gerð kynbótaeinkunn fyrir ær á fjórum rikisbúum. Ullarflokkurinn sem reyfið af ánni dæmdist i var tekinn inn i þá einkunn meö lágu vægi (Stefán Aðalsteinsson, 1971a). Birt var í Handbók bænda, 1969, nákvæm lýsing á því hvernig ætti að dæma rauðgular illhærur á fé og hvaða árangri mætti búast við, ef horfið væri að því að gera féð alhvitt (Stefán Aóalsteinsson o.fl. 1969).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Ráðunautafundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.