Ráðunautafundur - 15.02.1986, Qupperneq 89
-77-
Eitt enn langar mig að minnast á sem viðkemur matinu hjá
Norðmönnum, en það er það sem þeir kalla þumalfingursregl-
una. Ef að þeir fá mjög flókna ull í mat og geta ekki stung-
ið þumalfingri gegnum þófann, þá er ullin send aftur til
síns heima, sem ónýtt hráefni.
Hér að framan hefur mest verið talað um vetrar- og sumarull
og tel ég að vetrarullin hafi alla kosti fram yfir sumar-
ullina, en nú á síðustu árum er að koma fram í dagsljósið
svokolluð Haustull, og er ég þá alls ekki að tala um ull
af fé sem ekki hefur verið rúið í meira en ár, heldur ull
af fé sem rúið var að vori og aftur að hausti, áður en eða
um það leyti sem féð er tekið á hús. Þessi ull er mun betri
en önnur ull, hún er laus við allar húsavistarskemmdir,
einnig er hún laus við heymor og þar af leiðandi kemur hún
miklu betur út úr mati.
Fyrirliggjandi eru matsprósentui- yfir ull sem rúin var haust-
ið 1984, þar sem fram kemur að í 2.285 kg úrtaki komu 39,2%
í úrvalsflokk, 39,4% í 1. flokk, 9,2% í mislitt, 3,4% í 3.
flokk og litir voru 8,8%.
Vetrarsnoð hefur ullin verið kölluð af þessu fé sem rúið er
að vori. Otkoma úr 428 kg sem metin voru í Hveragerði, vorið
1985, gáfu eftirfarandi %. Úrval 12,6%, I. 66,8%, II. 6,1%,
III. 10,9% og mislitt 3,6%. Til að meta þessa ull varð að
setja svolítið breyttar matsreglur, þ.e.a.s. auk hinna al-
mennu flokkunarreglna var ákveðið að ull yfir 6 cm væri hæf
í tírval, lengd 4,5-6 cm færi í I. flokk, en stutt snoð, 4,5
cm eða styttri, færi í 3. flokk.
Til þess að mat geti farið fram á vetrarsnoði, þá verður að
pakka hvert reyfi sér í poka. Hugmyndir hafa heyrst um að
nota mætti bréfpoka, einn fyrir hvert reyfi.
Það sem bændur finna þessu trúlega til foráttu er að rýja
þurfi tvisvar á ári, en þar á móti kemur að meira ullarmagn
fæst eftir hverja kind.