Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 101

Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 101
-89- mokkaskinni, þannig aö viö erum nú betur búnir aö mæta tískusveiflum meó þvi aö auka eöa minnka mokkasútun og leöursútun. Þessi árangur hefur ekki náðst alveg fyrirhafnarlaust enda islenski sútunariðnaðurinn ungur aö árum, eins og ég sagöi hér í upphafi, og sútun hefur ekki þróast hér mann fram af manni eins og víóa erlendis, þar sem sútunarverksmiðjur eru flestar gamalgróin fjölskyldufyrirtæki. Á siöustu árum hefur veriö lögó aöaláhersla á mokkasútun og höfum viö notið aðstoðar erlendra sútunarmeistara, auk þess sem menn hafa verió sendir til náms erlendis. Þá hefur vélakostur verksmiöjanna verið aukinn og bættur, ög eru þær nú búnar bestu fáanlegu tækjum. Sútunin er mjög flókin vinnslurás, og tekur langan tíma aö samrasma vinnslurás verksmiöju aö eiginleikum gærunnar. Gæran er 3 vikur á leið sinni i gegn um verksmiðjuna og fer á þeim tíma í gegnum 40 vinnsluþætti. íslenska gæran er talin mjög gott hráefni, og oft talaö um íslenskar og spænskar gærur í sömu andránni. Þessar tvær gærur eru taldar bestu gærur í heimi en metnaður íslenskra sútara er sá aö gera islensku gæruna aö besta og dýrasta hráefni sem völ er á. Helsti kostur íslensku gærunnar er léttleiki hennar og mýkt, sem leiðir til þess að flikur úr þeim veröa léttar og þjálar en ekki þung og stif ferliki, sem standa sjálf. Þaö er rétt að leggja áherslu á mikilvægi þessa eiginleika, þvi hann er sá eiginleiki sem skiptir mestu máli. Þessi léttleiki stafar af þvi aó leórið er þunnt og ullin gisin, en samt hlý. Úr gærum af ýmsu erlendu fé er naumast um það að ræða að hægt sé að sauma úr þeim kvenkápur, en þar nýtur íslenska gæran sín e.t.v. best. Flikur sem að þyngd og umfangi minna á heimskautatjöld eru ekki sá fatnaður sem er eftirsóttur i dag. Þá er stærð islensku gærunnar sem er u.þ.b. 0,6-0,7 m2 heppileg til fatagerðar, og er því af sumum pelsskerum eftirsóttari en sú spænska, sem er ca. 20% minni. Islensku verk- smiðjurnar eru í sambandi við ýmsa pelsskera sem vildu helst ekki þurfa að nota annað en islenskra gæru i framleiðslu sina ef þess væri kostur. Enda þótt islenskar gærur séu gott hráefni til sútunar er ekki þar meó sagt að þær séu gallalausar. Ýmislegt hefur áunnist i þeirri viðleitni að draga úr göllum, en enn má margt bæta. Gærugöllum má skipta i tvo flokka þ.e. eðlislæga galla og meðferðargalla. Meðferðargallar eru meðal annars röng fyrirrista, sem getur veikt gæruna og aukið hættuna á þvi að hún rifni við vinnslu, auk þess sem afskurður verður meiri og gæran þar með minni. Þá er mikilvægt að vandað sé til söltunar, því ef hún misferst, er gæran ónýt. Þar sem aðeins er slátrað i 6 vikur einu sinni á ári er ljóst, að hluta gæranna þarf að geyma saltaðar i allt að eitt ár, og þvi mikilvægt að vel takist til. Mikil áhersla hefur verið lögð á að reyna að útrýma þessum meðferöar- göllum meðal annars hefur skinnaverksmiðjan á Akureyri látió gera myndband til aö leiðbeina fólki í sláturhúsunum um meðferð og verkun gæra. Ljóst er að árlega tapast hráefni sem duga myndi i mörg þúsund mokkakápur vegna meöferöargalla. Þá fengum við á timabili all mörg skinn með sprautusárum, þ.e. lömbin hafa verið sprautuð með óhreinum nálum sem valdið hafa ígerð og öri, sem kemur fram sem blettur i skinninu. Stundum eru sár þessi á mióju skinni eftir sprautun i herðakamb, og slík skinn eru lítils virði. Þessi galli er og algengur í ærgærum, en auk þess eru þær oft alsettar smærri örum, og þessi ör sjást i gegnum litinn, þvi örvefur tekur ekki lit á sama hátt og skinnið sjálft. Mér er ekki alveg ljóst af hverju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Ráðunautafundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.