Ráðunautafundur - 15.02.1986, Blaðsíða 112
-100-
galla og annarra eiginleika sem skráöir voru um einstaklingana. J>ví er
ekki útlit fyrir aö hægt sé aö nýta samhengi viö eiginleika sem
auöveldara er aö meta, viö val gegn tvískinnungi. Aöalvandamáliö viö
prófun er aö niöurstööur fást ekki fyrr en sútun er lokiö,Nþ.e. 1 1/2
2 mánuöum eftir slátrun. Mat á tvískinnungi i salthúsi getur stytt
þennan tíma nokkuö, en ástæöa er til aö athuga hvort mögulegt sé að meta
þennan galla strax við fláningu eöa jafnvel á skinnsýnishornum af
lifandi kindum.
Visbending kemur fram um mun milli kynja en of fáar gimbrar eru i
rannsókninni til þess aö draga megi af þvi ákveðnar ályktanir. Ahrif
sem koma fram af aldri og fallþunga eru ekki mikil og benda enn fremur
til þess aö um neikvætt samhengi sé aö ræöa.
Dreifing einkunna á einstökum búum eða svæöum er ekki verulega
frábrugðin heildardreifingu einkunna i gögnunum. Hlutfall einstaklinga
á hverjum stað meö einkunn 0 er á bilinu 16-28 %.
Dreifing einkunna í einstökum afkvæmahópum er hins vegar mjög
misjöfn eftir hrútum. Þaö ásamt háu arfgengi á 0 - 1 skala bendir til
þess aö um einfaldar erföir geti- verið að ræða. Setja má fram tvær
tilgátur um einfaldar erföir:
a) Líta má á tvískinnung sem "threshold character", þ.e. eiginleika sem
annað hvort kemur fram eöa ekki og stjórnast mögulega af stökum
rikjandi erföavísi. Ef erfðavísir fyrir tviskinnungi er til staðar
kemur gallinn fram en einstaklingar sem ekki bera þennan erföavisi
hafa ekki þennan galla. Skýringa á breytileika í útbreiðslu
tviskinnungs i hverju skinni yröi þá aö leita annað hvort í meóferð
skinnanna við fláningu og verkun eöa í viöbótarerfðaáhrifum sem
stjórnuöu útbreiðslu tvískinnungs í þeim einstaklingum sem gallinn
kemur fram i. Allir einstaklingar meö einkunn 1-4 fyrir
tviskinnung ættu samkvæmt þessu aö flokkast arfblendnir eða
arfhreinir fyrir tviskinnungi og einstaklingar með einkunn 0
flokkast arfhreinir án tvískinnungs.
b) Lita má á tvískinnung sem eiginleika sem stjórnast af stökum
erfðavísi og að útbreiðsla gallans sé meiri i einstaklingum sem eru
arfhreinir fyrir tviskinnungi en í arfblendnum einstaklingum. Allir
einstaklingar ættu þá aö flokkast i aöalatriöum i 3 flokka sem gætu
veriö eftirfarandi:
Einkunn 0 arfhreinn án tvískinnungs
Einkunn 1-3 arfblendinn
Einkunn 4 arfhreinn með tviskinnung.
Samkvæmt báðum þessum tilgátum ætti tiöni erfðavisis fyrir
tvískinnungi að vera nálægt 0,5 ,mióað viö dreifingu einkunna i þeim
gögnum sem fyrir liggja. Arfgengi nær hámarki viö erfðavisatiðni 0,5
og hækkandi mat á arfgengi tviskinnungs á undanförnum árum, bendir til
þess að tíöni erfðavisa (1 eóa fleiri) sem stjórna tviskinnungi sé nær
0,5 i þeim gögnum sem hér eru notuð en i eldri rannsóknum þar sem mat á
arfgengi var lægra.
Ekki hefur unnist tími til aö kanna gögnin með tilliti til þessara
tilgátna þegar þetta er ritað. Ef slik könnun bendir til einfaldra
erföa ætti aö vera hægt aö sannprófa slikt meö pörunartilraunum.