Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 16
8
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Hlutverk afurðastöðvanna - Framtíðarsýn
Guðmundur Þorsteinsson
Skálpastððum
l. SKILGREINING
Samkvæmt 2. gr. laga nr. 99/1993: Afurðastöð er hver sú atvinnustarfsemi lögaðila eða ein-
staklings, sem tekur við búvörum úr hendi ffamleiðenda til vinnslu, flokkunar, pökkunar,
geymslu, heildsölu og/eða dreifingar.
SkOgreining þessi hefur staðið óbreytt ffá setningu l.nr. 46/1985 og er býsna vel úr garði
gerð. Hún rúmar allan þann fjölbreytileika sem finnst meðal afurðastöðvanna án þess að missa
marks í skýrleika.
n. HLUTVERK
Frá sjónarmiði framleiðandans er hlutverk afurðastöðvarinnar að taka við vörunni, koma henni
áleiðis á markað eða alla leið eftir atvikum, og annast affeikning og uppgjör við ffamleið-
andann. Krafa hans til stöðvarinnar verður jafnan sú að starfsemi hennar sé þannig háttað að
hún skili sem hæstu verði og sem fyrst fyrir innlagðar afurðir.
Þar sem það á við verður afurðastöð, ein og sér eða r samvinnu við aðrar slíkar, einnig að
annast vöruþróun og markaðsstarf. Svo rík sem krafan um skjót og hagstæð skil á afurðaverði
er, má þó aldrei falla í þá freistni að stefna markaðshagsmunum í voða í lengd eða bráð.
Þessi tvö markmið er ekki alltaf auðvelt að samræma og nauðsyn afurðastöðvarinnar
fyrir bærilega afkomu einfaldar málið ekki.
m. VEGANESTIÐ
Þar sem kynni mín af starffækslu afurðastöðva eru einkum bundin við mjólk og kjöt á það sem
hér fer á eftir fyrst og fremst við um afurðastöðvar þeirra greina.
Sérkenni íslenskra afurðastöðva er það að meirihluti þeirra er rekinn af samvinnufélögum
í blönduðum rekstri (verslun, iðnaður, útgerð). Þó eru nokkrar stöðvar í eigu hreinna fram-
leiðendafélaga og dæmi eru um einstaklinga og hlutafélög, sem reka afurðastöðvar. Þá er
einnig talsvert um það að einstakir framleiðendur selji afurðir sínar sjálfir og taki þá á sig
skyldur afurðastöðva hvað varðar skil á ffamleiðsluskýrslum og sjóðagjöldum. Kjötffamleið-
endur í þessum hópi kaupa þá slátrun gripa sinna af löggiltu sláturhúsi, sem í því tilfelli telst
ekki afurðastöð. Alþekktir erfiðleikar síðusm missera á kjötmarkaðnum hafa ýtt undir bændur
að fara þá leið, einkum framleiðendur svína- og nautgripakjöts. Ekkert bannar mjólkurffam-
leiðendum að hafa þennan hátt á, þótt torfundin séu dæmi slíks.
J