Ráðunautafundur - 15.02.1994, Side 18
10
IV. VANGAVELTUR UM FRAMTÍÐINA
Ekki er ætlun mín að setja fram spá um framvindu næstu ára, heldur að hugleiða aðeins nokkra
möguleika í ljósi þekktra staðreynda. Að nokkru á það sama við um afurðastöðvar í mjólk og
kjöti en að öðru leyti ekki. Tvennt mun auka enn erfiðleika beggja: auknar heimildir til inn-
flutnings samkeppnisvara og einbeittur vilji stórra smásöluaðila til að nýta þessar heimildir til
að styrkja enn stöðu sína gagnvart innlendum byrgjum. Eins og á var bent er skipulagsleg og
fjárhagsleg staða mjólkurstöðvanna til að takast á við þetta ólíkt betri en sláturleyfishafa, en
þeim er þó báðum þungur fjötur um fót ef grípa á til aðgerða sem nauðsynlegar má telja. Þar á
ég við að þrátt fyrir öll umsvif hins margþætta og rómaða félagskerfis bænda og leiðbeininga-
þjónustu B.I. og búnaðarsambandanna finnst mér að enn hafi ekki tekist að sannfæra nema
líúnn hóp bænda um það að við verðum að búa okkur undir nýtt og breytt rekstrarumhverfi,
sem gera mun kröfur um ýtrustu hagræðingu í framleiðslu og vinnslu búvara til þeirra eininga,
sem á á annað borð munu standast þessar breytingar, en ólíklegt verður að telja að sá hluti
þeirra, sem tæpast stendur, geti það. Þess verður lítt vart að bændur geti fellt sig við þá
tilhugsun að sjá á bak sinni afurðastöð þótt augljóst virðist að í það sé verulegan spamað að
sækja. Fáum virðist Ijóst, að öll ónotuð tækifæri til spamaðar í rekstri afurðastöðva þýða þeim
mun lakari afkomu framleiðendanna þegar upp er staðið. Meðan menn loka augunum fyrir
þessu er e.t.v. ekki mikilla breytinga að vænta og holskefla markaðsmissis og gjaldþrota mun á
sínum tíma hvolfast yfir af fullum þunga með öllum þeim vandræðum og sársauka, sem því
fýlgir.
Þó að fækkun framleiðenda og afurðastöðva sé gmndvallaratriði í sókn til hagræðingar,
er á fleira að líta. Allur reksturinn verður að lúta ströngum aga og aðhaldi hvað varðar gæði og
tilkostnað. Gera verður ýtrustu kröfur um fagleg vinnubrögð í stjómun. Mikilvægar ákvarðanir
þarf oft að taka og hrinda í ffamkvæmd með skömmum fyrirvara. Hinar sameiginlegu stofnanir
mjólkuriðnaðarins hafa ekki sýnt næga getu til slíks. í kjötgeiranum eru þær varla til eða að
m.k. óvirkar. Ur þessu verður að bæta.
í því skyni er nauðsynlegt að framleiðendur fái fullt og óskorað vald yfir afurða-
stöðvunum og velji þar tíl stjómar menn, sem eru óháðir öllu nema hagsmunum framleiðenda.
Útiloka verður eftir föngum áhrif byggða- og landsmálapólitískra viðhorfa, sem nú gætir mjög.
Ekki vegna þess að þau geti ekki verið góðra gjalda verð þar sem þau eiga heima, heldur vegna
þess að við emm knúin í þær aðstæður að við höfum ekki burði til að taka þau á okkar eyk.
Ég drap áðan lauslega á eignarhald afurðastöðva. Samkvæmt því sem á undan er sagt er
nauðsynlegt að það breytist. Um eignarhald á mjólkurstöðvum er til skýrsla, sem telur mjólkur-
framleiðendur eiga nokkurt tilkall til beinnar eignaraðildar að þeim, þótt taldar séu í eigu
kaupfélaga. Nauðsynlegt er að fá úr þessu skorið og skilgreina farveg fyrir fuOa yfirtöku
framleiðenda.
Ekki blasir við að stíkt eigi við um sláturhúsin. Því þarf að finna aðrar leiðir til að
ffamleiðendur nái tökum á kjötmarkaðnum. Það má gera með því að samtök þeirra á