Ráðunautafundur - 15.02.1994, Side 20
12
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Lambakjöt. Rannsókna og þróunarverkefni
Guðjón Þorkelsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
LNNGANGUR
Á síðustu árum hefur verið unnið að ýmsum rannsókna- og þróunarverkefnum á sviði sauð-
fjárræktar og lambakjötsframleiðslu sem hafa það að markmiði að aðlaga ffamleiðsluna að
þeim breytingum sem hafa orðið og munu verða í greininni á næstu árum.
Þá er átt við ákvæði í Búvörusarrmingi um lækkun ffamleiðslukostnaðar, kröfur um
lækkun kosmaðar vegna GATT samninga, samkeppni við innfluttar kjötvörur, vaxandi sam-
keppni á milli innlendra kjötgreina, kröfur um aukna fjölbreytni og bætta nýtingu hráefna,
gæði og þægindi, umhverfisjónarmið, hreinleika og hugsanlegan útflutning í því sambandi.
Áherslan hefur verið á nokkur svið:
1. Kynbætur til meiri vöðvasöfnunar og fijósemi.
2. Söfnun upplýsinga og námskeið í sambandi við rekstur sauðfjárbúa.
3. Tilraunir sem tengjast lengingu sláturtíma og framleiðslu á ófrosnu lambakjöti.
4. Söfnun og útgáfa á upplýsingum í sambandi við afurðir.
5. Verkefni sem tengjast bættum gæðum og gæðaímynd.
6. Vöruþróunarverkefni.
Fjölmargir aðilar hafa komið að þessum verkefnum, sauðfjárbændur og samtök þeirra,
sláturleyfishafar, kjötvinnslur, kjötiðnaðarmeistarar, matreiðslumeistarar, Landbúnaðarráðu-
neytið, búnaðarskólamir, leiðbeiningaþjónustan, rannsóknastarfsemin, Stéttasamband bænda,
Framleiðsluráð landbúnaðarins, Samstarfshópur um sölu á lambakjöti, Markaðsnefnd land-
búnaðarins, Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins, Fagráð í sauðfjárrækt og ýmsir einstakling-
ar. Allir þessir aðilar hafa lagt fjármagn tíl þessara verkefna en stærstu aðilamir em ríkissjóð-
ur með beinum framlögum tíl stoðkerfisins og Framleiðnisjóður með ýmiss konar styrkveit-
ingum til verkefna. í erindinu verður greint frá helstu verkefnum og þá sérstaklega þeim sem
hlotið hafa afgreiðslu í fagráði í sauðfjárrækt og verið styrkt af þróunarsjóði í sauðfjárrækt.
KYNBÆTUR TIL MEIRI VÖÐVASÖFNUNAR OG KJÖTGÆÐA
Tilraunabúum í sauðfjárrækt hefur fækkað og starfsemi við sauðfjárrannsóknir verið skorin
niður. Tilraunabú Rala á Reykhólum og Skriðuklaustri hafa verið lögð niður og starfsemin
flutt og er nú á einum stað á Hesti í Borgarfirði. Þar er nú verið að ljúka byggingu á nýju
fjárhúsi sem mun gerbreyta allri aðstöðu til tilrauna. Húsið er fjármagnað með sölu eigna,
með framlagi úr Framleiðnisjóði, byggingasjóði Rannsóknaráðs og Ríkissjóði.