Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 27
19
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Markaðsaðstæður og möguleikar lambakjöts
á innanlandsmarkaði
Bjöm Jónsson
Samstarfshópur um sölu á lambakjöti
INNGANGUR
Neysla kindakjöts er meiri hér á landi en í nokkxu öðm vestrænu ríki og á þessu sviði eins og á
svo mörgum öðmm setjum við líklega enn eitt metið ef miðað er við höfðatölu. Þrátt fyrir
mikla kindakjötsneyslu hefur neysluþróun síðustu ára verið sauðfjárbændum óhagstæð. Kinda-
kjötssala hefur dregist saman um rúmlega 2% á ári, síðustu 15 árin, þrátt fyrir töluverða
fólksfjölgun. Árið 1980 var kindakjötsneyslan nærri 2/3 hlutar kjötneyslu landsmanna en er í
dag tæplega helmingur hennar. Ástæður þessarar þróunar em margar. Með opinberum að-
gerðum var neyslu kindakjöts lengi vel haldið uppi á kostnað annara kjöttegunda en síðustu
árin hefur verðþróun kindakjöts verið mjög óhagstæð þannig að dæminu hefur verið snúið við.
Raunverð kindakjöts hækkaði um 15% ffá 1980 til 1990 á meðan raunverð annara kjöttegunda
lækkaði töluvert, t.d. lækkaði svínakjöt um þriðjung og nautakjöt um tæplega 20%. Einnig
hafa neysluvenjur verið að breytast og hefur heildarkjötneysla dregist saman um tæplega 10%
síðustu tíu árin. Landsmenn borða nú í ríkara mæli brauð, grænmeti, pasta, pizzur og annað
kolvetnisríkt fæði og hefur innflutningur á pastavörum t.d. margfaldast á síðustu ámm og var
hann orðin um 600 tonn árið 1992. Flest bendir til að þessi þróun haldi áfram og er útlitið því
ekki bjart fyrir íslenska sauðfjárbændur, sérstaklega nú þegar framundan em gmndvallar-
breytingar á því markaðsumhverfi sem sauðfjárræktin hefur starfað í.
ÞRÓUN KJÖTNÉYSLU SÍÐUSTU ÁR
Eins og sést á 1. mynd hefur sölusamdráttur kindakjöts á innanlandsmarkaði verið að meðaltali
um 2% á ári frá verðlagsárinu 1980/1981. Með sömu þróun verður sala kindakjöts komin
niður fyrir 7000 tonn um næstu aldamót, eða eftir sex ár. Breyttar markaðsaðstæður með
tilkomu innflutnings landbúnaðarvara ásamt raunverðslækkun annara kjöttegunda, umffam
verðlækkun kindakjöts, geta aukið þennan samdrátt verulega og hann orðið um eða yfir 5% á
ári. Svo mikill samdráttur hefði í för með sér minnkun á innanlandssölu kindakjöts í um 6000
tonn um næstu aldamót, sem yrði 30% samdráttur á tíu ára tímabili frá 1990 til 2000. Sam-
dráttur síðustu ára hefur verið mun meiri í sölu á fullorðnu fé en í dilkakjöd. Ærkjöt er fyrst og
fremst hráefni fyrir kjötvinnslur og keppir þar við kýrkjöt og annað ódýrt kjöt. Verðþróun ær-
kjöts hefur verið mjög óhagstæð samanborið við annað vinnslukjöt og því hafa vinnslumar í