Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 33
25
FRAMTÍÐARHORFUR
í opnu viðskiptaumhverfi morgundagsins á kindakjötið litla samkeppnismöguleika nema
verulegar breytingar á markaðsaðstæðum komi til. Á markaði þar sem kaupendur eru sterkari
en seljendur, þar sem framboð er meira en eftirspum, þar sem ekki er lengur hægt að flytja um-
frambirgðir út af markaðnum, þar sem verð samkeppnisaðila er fljótandi en verð kindakjöts
fast, þar sem kostnaður á slátur- og heildsölustigi er hærri en í öðrum kjötgreinum, þar sem
tilhneiging í neyslu er frá vörunni, þá getur hvert heilvita bam séð að framtíðin er ekki björt
með blóm í haga. Við óbreyttar markaðsaðstæður má fastlega búast við áframhaldandi sam-
drætti í sölu og bendir margt til þess að innanlandsneysla kindakjöts verði um eða undir 6000
tonnum um næstu aldamót. Sauðfjárbændur munu því eiga í vaxandi erfiðleikum vegna
sölusamdráttar ef ekki verður unnið markvisst og kröftuglega að því að snúa þróuninni við.
Hvað þarf að gera til að kindakjöt eigi möguleika í vaxandi samkeppni á innan-
landsmarkaði?
Fmmsldlyrði er að sauðfjárbændur sitji við sama borð og aðrar kjötgreinar og að sömu
leikreglur gildi fyrir þá og aðra. Kindakjöt er undir opinberri framleiðslusljómun og verð-
lagning er bundin á meðan aðrar kjötgreinar hafa fljótandi verðlagningu sem stjómast af
framboði og eftirspum. Nauðsynlegt er að ná fram meiri sveigjanleika í verðlagningu
kindakjöts því annars verður það alltaf undir í samkeppninni. Það kerfi sem viðhaft er í dag til
verðlækkana á kindakjöti er bæði þungt og seinvirkt þó svo það gefi möguleika á örlitlum
sveigjanleika. Framleiðslustjómunin er einnig veik því ákveða þarf framleiðslurétt langt fram í
tífnann og em leiðréttingar vegna uppsöfnunar birgða lengi að koma fram. Þannig er t.d.
birgðavandinn í dag tilkominn vegna offramleiðslu haustsins 1992 og 1993 en leiðréttingin
mun koma fram á næstu tveimur til þremur ámm. Einnig er svarti markaðurinn svonefndi stórt
vandamál, sem vinna verður bug á. Þá er það mikill veikleiki í núverandi kerfi að ekki skuli
leyfílegt að tappa hluta af ffamleiðslunni út af markaðnum þegar misvægi myndast. Góðir og
stöðugir útflutningsmarkaðir eru hrein og bein lffsspuming fyrir sauðfjárbændur því þeir gefa
möguleika á að viðhalda jafnvægi á innanlandsmarkaði (ef leyfi fengist til að flytja ákveðinn
hluta innanlandsframleiðslunnar út) og hátt verð á erlendum mörkuðum gefur bændum mögu-
leika á að auka tekjur sínar án þess að auka fjárskuldbindingar. Utflutningur er einnig besta
leiðin til að berjast við heimaslátmnina auk þess sem viðurkenning á gæðum vömnnar erlendis
frá hjálpar vemlega til við að bæta gæðaímyndina innanlands.
Raunverðslækkun verður að nást fram á næstu misserum til samræmis við aðrar kjöt-
vörur og önnur matvæli. Lækkunin þarf að koma fram á öllum stigum ffamleiðsunnar, á fram-
leiðslustigi, í slátmn, heildsölu, vinnslu og einnig í smásölu. Verðlækkun til bóndans skilar ekki
neysluaukningu nema tryggt sé að hún nái alla leið tO neytandans.
Markvisst verður að vinna að vömþróun. Með vöruþróun er ekki bara verið að tala um
fíha rétti tílbúna í örbylgjuofninn, nýtt álegg eða kryddlegið grillkjöt heldur er um að ræða
aðgerðir á öllum stigum ffamleiðslunnar til að uppfylla betur þarfir neytandans. Spennandi mál