Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 34
26
sem nú eru í þróun eru t.d. svokaUaður pístóluskurður en þar eru þeir hlutar skrokksins, sem
neytendur vilja síst, fjarlægðir í sláturhúsi og einnig endurmótun á kjöti þar sem verið er að
þróa ódýra, beinlausa og fitulitla vöru, sem yrði hentug og fljótleg í matreiðslu.
Mikilvægasta verkefnið í dag er að kjötgreinamar vinni sameiginlega að því að stækka
kjötmarkaðinn eða í það minnsta að vinna gegn stöðugri minkunn hans. Á síðustu árum hefur
mesti krafturinn farið í innbirðis slagsmál kjötgreinanna en þessi bardagi hefur skilað minnkandi
heildarmarkaði og með sama áframhaldi verður slagurinn grimmari um enn minni köku. Til að
íslenskar kjötvörur eigi möguleika í framtíðinni verður að breyta um aðferðir og vinna að því
að stækka markaðinn a.m.k. það mikið að stækkunin rúmi væntanlegan innflutning. Stækkun
heildarmarkaðarins kemur sauðfjárbændum vel því þeir eru með um helmings markaðshlutdeild
á kjötmarkaðnum (sem þó fer minnkandi). Ef halda á innanlandsneyslu kindakjöts í svipuðu
magni og hún er í dag verður að stækka markaðinn og gefa öðrum kjötgreinum möguleika að
stækka á kostnað stærri heildarmarkaðar því annars munu þær gera það á kostnað kinda-
kjötsins.
Hvaða leiðir er hægt að fara til að auka kjötneyslu landsmanna?
í fyrsta lagi þarf að ná ffam raunverðslækkun því buddan telur fyrst og síðast og hún
tekur oft ákvörðun fyrir neytandann þrátt fyrir vilja hans til að gera annað. I öðru lagi þarf að
vinna vel og markvisst að upplýsingamiðlun um gæði og hreinleika vörunnar til að upphefja
áhrif neikvæðra skilaboða síðustu misserin. í þriðja lagi verða kjötgreinamar að vinna vel og
skipulega saman að sölu og markaðsmálum, vöruþróun og útflutningsmálum. í fjórða lagi þarf
að styrkja heildsölukerfið og breyta þannig að það geti á eðlilegum grunni átt viðskipti við
kaupmenn og kjötvinnslur. Eins og staðan er í dag eru kaupendur sterkari og því með flest
spilin á sinni hendi. Um þetta mikilvæga verkefni væri hægt að rita langt mál en það verður
ekki gert hér.
LOKAORÐ
Með sömu þróun verður innanlandssala kindakjöts milli 6000 og 7000 tonn um næstu aldamót,
eftir 6 ár, frekar minni en meiri. Eins og fram hefur komið er vandinn mikill og mörgu þarf að
breyta til að snúa þróuninni við. Það er mikið verk framundan, erfitt en engan vegin óvinnandi.
Ef vandamálunum er mætt með jákvæðu hugarfari, skilningi og síðast en ekki síst vilja til að
gera betur, þá er hægt að ná árangri og sá árangur getur dugað til að breyta stöðunni úr vöm í
sókn. Varnarleikur byggir á því að veija og viðhalda ríkjandi kerfi en sóknarleikur byggir á
vömnni sjálfri gæðum hennar og möguleikum. Það má ekki gleyma þeirri staðreynd að það er
neytandinn sem hefur síðasta orðið, það er hann sem ákveður hvort lambakjöt eða annar matur
er á borðum, þannig að allar aðgerðir verða að rrúða að því að uppfylla þarfir og auka ánægju
hans.
1