Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 47
39
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Samanburður á afkomu
Gerð forrits til samanburðar
Þráinn Vigfússon
Búnaðarfélagi íslands
INNGANGUR
Leiðir til þess að bæta afkomu búa eru margar en flestar eiga þær sameiginlegt að byggja á því
að þekkja reksturinn og vita hvað megi laga. Þar kemur samanburður við önnur bú inn í
myndina, því hann gefur mönnum hugmynd um hvemig búið stendur sig miðað við önnur
sambærileg bú. Með samanburði er hægt að sjá hvar kostnaður er óeðlilega hár eða lágur, sem
gefur vísbendingu um hvar megi helst bæta hann.
Hjá Búnaðarfélaginu í samvinnu við Hagþjónustu landbúnaðaiins er hafin vinna við
smíði forrits til að taka saman samanburð á afkomu, bæði milli býla og milli ára á sama býli.
Hafa ýmsar hugmyndir þar að lútandi verið skoðaðar og er og búið að ræða við ýmsa aðila um
þessi mál og skoðað hvað þeir hafa gert í þessum málum hingað til.
Samanburðarforritið, ásamt áætíunarforritinu, mun lesa bókhaldsgögn úr bókhalds-
forritinu Búbót. Það gerir alla vinnu við samanburð auðveldari og hraðvirkari en ella og gerir
mönnum kleyft að nýta sér alla vinnuna við skráningu bókhaldsgagna sem þeir hafa staðið í, til
þess að bæta reksturinn. Bókhald á jú að nota til fleiri hluta en að fylla út skattframtalið.
LÝSING Á FORRITT OG NOTKUN ÞESS
Hér fylgir stutt lýsing á þeim meginhugmyndum um gerð forritsins sem hefur verið ákveðin:
Forritið mun keyra undir Microsoft Windows og skal eftir megni reynt að hafa það auðvelt í
notkun með því að hafa þá hluti sem snúa að notanda eins einfalda og kostur er á og bjóða
auk þess upp á ítarlega hjálp yfir þær aðgerðir sem standa til boða. Það mun bæði leyfa
samanburð milli bæja og milli ára (fyrir einn bæ) og verður hægt að stilla ýmis atriði í þeim
efnum, bæði hvað varðar reikniaðferðir og útlit niðurstaða. I samanburði milli bæja munu vera
ýmsir stillimöguleikar til þess að gera samanburðamiðurstöður eins nothæfar og kostur er á,
t.d. stillingar á úrtakshóp og skiptingu kostnaðar. Samanburður milli bæja mun einungis
miðast við einstakar búgreinar því erfitt er að meta hvaða áhrif fastur kostnaður, skuldir o.þ.h.
hafa á stöðu búsins. Auk þess er hætta á að viðtakendur samanburðs geti ef til vill séð stöðu
annarra býla, sem gæti orðið til þess að þeir hættu að senda inn gögn. í samanburði milli ára
verður hægt að velja þá mánuði sem skal skoða, svo að hægt sé að bera saman afkomu yfir
'óvenjuleg' tímabil. Þar verður einnig hægt að stilla ýmislegt í sambandi við skiptingu
kostnaðar o.þ.h., enda einungis fyrir einstaka bæi og því er hægt að skoða þar fleiri rekstrar-