Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 48
40
liði en í samanburði milli bæja, svo sem framlegð og kostnaðarskiptingu fyrir býlið í heild, svo
og skuldir, vexti og fymingar.
Notendur forritsins myndu viðhafa þannig vinnugang við að bera saman bæi:
- Fyrst er valin búgrein. Það er gert úr lista, skv. búgreinum í Búbót. Búgreinin er
valin fyrst, þar sem aðrar stillingar eru háðar henni.
- Svo eru þeir bæir valdir sem eiga að vera með í útreikningum. Það er gert í
tveimum þrepum: Fyrst er valið það svæði sem samanburðurinn skal ná yfír, með
því að dlgreina tölustafi í bæjamúmerum framan frá, væntanlega skv. kjördæma-,
sýslu- og hreppalistum. Út úr þessu fæst listi yfir þá bæi sem eru á tilgreindu svæði
og stunda búgreinina. Síðan er einstökum bæjum bætt við eða eytt úr listanum,
eftir þörfum (t.d. ef velta búgreinar er of lítil á einhveijum bæ).
- Næst er bæjalistanum skipt upp í stærðaflokka og sett hámark og lágmark á stærð
þeirra býla sem eiga að vera með í samanburðinum. Á þennan hátt er einnig hægt
að útiloka t.d. afbrigðilega lítinn rekstur sem annars skekkti myndina. Með
stærðarflokkum er líka hægt að skipta bæjum í hópa, þannig að aðeins sæmbærileg
bú séu tekin í sama úrtakshóp.
- Eftir þetta er skipting kostnaðarliða stillt Eftirfarandi skipting er höfð sjálfgefin
fyrst:
Fóður
Áburður
Vélar
Rekstrarvörur
Þjónusta
Gyklar 310-325)
(lyklar 331-339)
(lyklar 351-359)
(lyklar 360-379)
(lyklar 380-399)
en hægt að taka eftirfarandi kostnaðarliði fýrir sérstaklega:
Kjamfóður Dýralækniskostn. Önnur þjónusta
og bæta við eftirfarandi kosmaðarliðum:
Tryggingar Viðhald Vextir
Fymingar Ýmis gjöld
Færslum er umbreytt samkvæmt skiptitöflu í Búbót (notandi þarf ekki að skipta
sér neitt af því) þannig að t.d. kostnaður sem skráður er á túnreikning og vélar
færist yfir á búgreinamar. Notandi getur valið um tvær mismunandi aðferðir við
færslu kostnaðar frá dráttarvéla- og túnreikningum yfir á aðrar búgreinar. Annars
vegar þannig að búnir eru til tveir aukalyklar skv. skiptitöflunni, 350 fyrir það sem
fluttist af dráttarvélareikningi (þ.e. búgrein 14) og 305 fyrir það sem fluttist af
túnreikningi (búgrein 10). Þá verða til aukalyklar í yfirliti, t.d. 35020, 35030, ...
30520, 30530. Hins vegar er hægt að flytja kostnað af lyklum með búgrein 10 eða
14 beint yfir á samsvarandi lykla með öðrum búgreinum. Bent skal á að þessar
J