Ráðunautafundur - 15.02.1994, Side 49
41
umskiptingar gerast að sjálfsögðu eftir að búið er að færa óskipta reikninga (370,
379, 384 og 389) yfir á búgreinar.
- Síðast er valin framsetning samanburðarins. Velja má hvort sýna eigi gögnin með
súlu- eða línuriti, með töflu eða bæði, svo og ýmsa valmöguleika með liti, letur og
þess háttar, eftir því sem tfrni vinnst dl að þróa. Niðurstöður samanburðarins
birtast í glugga á skjánum og er þá hægt að prenta þær ef notandi er ánægður með
niðurstöðumar.
Samanburður milli ára notar mörg af ofangreindum atriðum en að sjálfsögðu breytast
nokkur og önnur bætast við.
Þar sem samanburður milli ára er aðeins fyrir einstaka bæi verður hægt að velja ein-
stakan bæ í úrtaki. Ekki er þörf fyrir að búgreinaskipta kostnaði, þar sem aðeins er um einn
bæ að ræða, þannig að sá kostur þarf ekki að vera valinn. Þannig verður hægt að skoða allan
kostnað búss, fastan kostnað líka, svo og skuldir, vaxtakostnað og fymingar. Að öðru leyti
yrði vinnugangur við samanburð miili ára að mestu leyti eins og fyrir samanburð miili bæja,
enda þá kostur að hægt yrði að bera saman niðurstöður á báða vegu.
Myndir á næstu síðum eru dæmi um samanburðamiðurstöður og gefa hugmyndir um
þær stærðir sem hægt verður að sjá og framsetningu þeinra. Athygli skal þó vekja á því að
endanleg ffamsetning ræðst af því þróunarumhverfi sem notað verður. Á hverri síðu em gefin
sýnishom yfir möguleg línu-/súlurit sem sýna ákveðna tegund upplýsinga, t.d. samanburð milli
ákveðins býlis, meðalbýlis í úrtaki og besta býlisins, samanburð milli ára fyrir breytilegan
kostnað ákveðinnar búgreinar, o.fl. Skáletraður texti efst á síðu er til skýringar en ekki hluti af
samanburðarskýrslunni.
Þar sem sýnin á næstu síðum em aðeins til að gefa hugmynd um útlit súlurita/línurita og
hvaða stærðir koma til með að birtast, em öll bæjamúmer, bæjamöfn og tölur í þessum
dæmum að sjálfsögðu alger tilbúningur.