Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 58
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Hvernig má auka hagkvæmni í búrekstri
Ema Bjamadóttir
Hagþjónustu landbúnaðarins
INNGANGUR
Hagræðing, gæðastjómun, kostnaðaraðhald og fleiri orð af þessu tagi heyrast oft í umræðu
dagsins. Rekstrammhverfi landbúnaðarins fer sífellt harðnandi og nýta verður alla möguleika
til að halda ffamleiðslukostnaði í lágmarki og finna kaupanda að afurðunum á því verði sem
rekstrinum er nauðsynlegt að fá. Framleiðandinn stendur því í stöðugri glímu við að laga
rekstrarkostnaðinn að tekjum búsins. Einnig bætist við samdráttur í ffamleiðslu ef stundaðar
eru búgreinar sem búa við ffamleiðslutakmarkanir, og á það einkum við um sauðfjárrækt.
Búið er fyrirtæki og líkt og annars staðar streyma aðföng inn og afurðir út. Búskapur er
lífræn framleiðsla oft með löngum framleiðsluferlum og veltuhraði á bundnu fjármagni er því
hægur. Hann er háður ýmsum óvissusþáttum, s.s. veðurfari og sjúkdómum. Þetta veldur
óvissu um hver niðurstaða af rekstrinum verður. Kýr fá doða eftir burð, óþurrkasumar
kollvarpar áætlunum um fóðurframleiðslu, og kartöflumygla getur valdið stórfelldu tjóni en á
meðan hækkar verð til þeirra ffamleiðenda sem sleppa við slíkan vágest. Ýmsir þættir sem
bóndinn hefur ekki stjóm á, s.s. breytingar á sköttum, vöxtum, og verðbólgu ásamt undir-
ritun alþjóðlegra viðskiptasamninga, hafa einnig áhrif á rekstrarumhverfi búsins.
Því er oft haldið fram að markmið í búrekstri séu önnur en í rekstri almennt. Búskapur
sé lífsstíll og ekki sé keppt að því að hámarka hagnað eins og oft er gengið út frá í hag-
fræðinni. Hér kann ef til vill að villa um fyrir mönnum að t.d. vegna þess að ffamleiðsluföllin
eru svo flókin að ekki er hægt að setja jaðartekjur = jaðarkosmaði. Einnig gerir fyrmefnd
óvissa það að verkum að erfitt að hámarka hagnað. Víst er að menn stunda landbúnað til að
hafa af honum lífsviðurværi og lifa ekki af ánægjunni einni frekar en aðrir. Gerð er krafa um
ákveðin lágmarks lífskjör sem búið þarf að standa undir.
Á tímum þegar herðir að gerist sú spuming augljóslega áleitin hvort og hvemig megi
auka afrakstur búsins í heild. í ljósi þeirrar hagræðingar sem átt hefur sér stað á undanfömum
árum hefði ef til vill frekar átt að spyrja: "Er hægt að auka hagkvæmni í búrekstri?" Þá er
ekki aðeins spurt hvemig megi lækka tilkostnað heldur einnig t.d skoða möguleika á að auka
ffamleiðslutekjumar og auka þannig ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar. Hér má nefna eftir-
talda möguleika.