Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 63
55
í hnotskum er þetta orsök þess vanda sem margir garðyrkjubændur eru í. Ljóst er að
fjárhagsstaða margra þeirra er mjög slæm og má búast við að nauðungaruppboðum og gjald-
þrotum eigi eftir að fjölga á næstu misserum.
VIÐBRÖGÐ BÆNDA VIÐ KREPPU
1. Fjárhagskreppa
Skipta má garðyrkjubændum upp í tvo hópa eftir viðbrögðum þeirra við þrengingunum. Annars
vegar höfum við þá sem sigla fúllum seglum alla leið þar til allt sem varðar Jjármál er ffosið
fast, hins vegar höfum við þá sem byrja að tala um erfiða stöðu strax um leið og rekstrarfé
skortir.
Eg vil nú reyna að gera grein fyrir fyrri hópnum og innkomu möguleikum ráðunautar í
mál þeirra.
Yfirleitt er ræktunin í góðu lagi, uppskera mikil og lítið um vandamál þannig að erfitt er
að skynja í hvaða stöðu reksturinn er og í mörgum tilfellum gera þeir sér ekki grein fyrir því
heldur. Reynslan segir mér þó að hjá þessum aðOum geti snemma komið upp skortur á
einbeitingu og orku til daglegra starfa. Aðgerðir til að hagræða í rekstri sem myndu leiða til
niðurskurðar rekstrarkostnaðar og lengingar lána þyrftu að koma til snemma á þessu ferli.
Til að ráðunauturinn geti greint vandamálið þyrfti hann að hafa aðgang að bókhaldi
viðkomandi því að um önnur vandamál gæti líka verið að ræða, s.s. vegna slysa, sjúkdóma á
heimilinu, andlegra eða líkamlegra, eða erfiðleika af öðmm toga, t.d. í hjónabandi/sambúð. Þau
vandamál ein sér gætu einnig orðið orsök fyrir rekstrarerfiðleikum, þá vegna lélegrar yfirsýnar
yfir reksturinn og slæmrar stjómunar.
Þegar ráðunauturinn kemur inn í mál þessa hóps er orðið of seint að gera nokkuð nema
aðstoða þá í gegnum ferli nauðungamppboðs og jafnvel gjaldþrots. Jafnvel á þessu stigi grípa
menn til veruleikaflótta og telja alla aðila hafa bmgðist sér. Einnig geta komið inn ásakanir
maka um að viðkomandi sé einum um að kenna. Hvernig slíkir aðilar fara út úr álagi nauð-
ungarappboðs og gjaldþrots hlýtur að vera komið undir manngerðinni og því hvort þeir hafi
aðgang að traustum vinum og/eða ráðgjöf. Ef samband við maka er hins vegar traust sýnist mér
að viðkomandi aðilar geti frekar sloppið heilir frá hildarleiknum.
Hinn hópurinn kemur fyrr fram í dagsljósið. Mér virðist að það séu yfirleitt þeir sem
flokka mætti undir opnari persónuleika.
Þeir eiga erfitt með ákvarðanatöku í sambandi við ræktun og reyna að fara ódýmstu
leiðina því að þeir leggja jafnvel ekki í að athuga með rekstrarlán til innkaupa á plöntum. Þegar
ákvörðun hefur verið tekin, búið að sá og potta er allt í einu eitthvað annað betra komið inn í
myndina og plöntunum sem búið var að koma upp hent eða gefnar einhveijum sem svipað er
ástatt fyrir og drifið í að panta nýjar. Þegar þetta gerist er kannski liðinn besti útplöntunartími
og sala fer því fram að sumri þegar verð er lægst og afföll mest. Ráðunauturinn kemur snemma
inn því að oft er hann fenginn til að afla upplýsinga um ræktunina og gefa ræktunarleiðbein-