Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 67
59
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Bændur í kreppu, hvers vegna og hvað er til ráða
María G. Líndal
Hagþjónustu landbúnaðarins
FORMÁLI
Kenningin um Vítahringinn varð til árið 1991 þegar undirrituð, ásamt Keld Taulbjerg gerðu
rannsókn í tengslum við lokaritgerð á þriðja námsári við Nordisk Landboskole í Óðinsvéum á
Fjóni.
Lokaverkefni þetta fjallaði um "Bændur í kreppu - hvers vegna og hvað er til ráða".
Verkefnið var unnið í samvinnu við tvö búnaðarsambönd á Fjóni, þrjár lánastofnanir og níu
bændur og með bréfaskriftum til 50 annarra. Markmiðið með þessari rannsókn var að lýsa
félagslegum, mannlegum og fjárhagslegum vandamálum bænda sem lent höfðu, eða voru á
leið út í kreppu. Leitað var orsaka og bent á leiðir til úrbóta, bæði almennt og hinum einstaka
bónda. I þessu sambandi var einnig lagt mat á og bent á samskiptavandamál bænda, ráðu-
nauta og lánastofnana.
INNGANGUR
Nú eiga sér stað umræður í þjóðfélaginu um stöðu fyrirtækjareksturs m.t.t. rekstrarumhverfis,
fjármagnsmarkaðar, samdráttar í framleiðslu og minnkandi kaupmáttar almennings sem aftur
hefur í för með sér enn frekari samdrátt í neyslu. Mörg fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota, og
fleiri munu eflaust koma á eftir.
Það kreppir að hjá bændum eins og öðrum stéttum þjóðfélagsins. Afurðaverð fer lækk-
andi til bænda miðað við aðföng sem verða dýrari, neysla hefur dregist saman í t.d. kjöti,
greiðslumark í mjólk og kjöti minnka - sumstaðar langt undir lágmarks tekjumark þannig að
viðkomandi bóndi getur ekki lifað af þeirri framleiðslu sem hann má hafa o.s.frv. Margir
bændur eiga því í kröppum dansi í vítahring fjárhagslegra erfiðleika sem er m.a. afleiðing
þessara þátta. Þetta mun eiga við um íslenskar aðstæður ekkert síður en danskar.
Bóndinn býr við ytri og innri rekstrarskilyrði eins og aðrir atvinnurekendur. Þessi
skilyrði marka starfsgrundvöll búsins. Með innri skilyrðum er átt við óskir bóndans, sterkar
og veikar hliðar hans og rekstursins. Hér hefur viðkomandi einstaklingur möguleika á að hafa
þau áhrif sem hann æskir. Við sjálfskönnun á sterkum hliðum kemur off í ljós frekari styrkur
á einhveijum sviðum sem gefur viðkomandi möguleika á að styrkja enn frekar eigin stöðu.
Þannig er oft hægt að vega upp á móti veikum hliðum viðkomandi. Ytri skilyrði bóndans eru
þeir möguleikar og takmarkanir sem umhverfið setur honum og hann getur ekki alltaf haft
áhrif á.