Ráðunautafundur - 15.02.1994, Síða 68
60
Bóndinn býr einnig við svokallað fjær- og nærumhverfi. Fjærumhverfi er það umhverfi
sem bóndinn er í flestum tilfellum háður en hefur lítil sem engin áhrif á. Hér er t.d um að
ræða veðrið, rfkisstjórn, alþjóðaþróun (EB, EES o.s.frv.), stéttarfélög og tækniþróun. Nær-
umhverfið er það umhverfi sem bóndinn er háður og það (umhverfið) er háð honum. Hér má
t.d. nefna viðskiptavini, birgja, sveitarfélög, lánastofnanir, starfsfólk, fjölskyldu o.fl.
Innri og ytri aðstæður bænda eru eins misjafnar og bændur eru margir. Þeir eru. því
misjafnlega í stakk búnir að axla þá ábyrgð, að reka fyrirtæki og stjóma því svo vel fari.
Þeim er nauðsynlegt að hafa sett sér markmið með rekstrinum. Markmið er æskilegt fram-
tíðarástand og eitt af stjórntækjum bóndans. Til þess að markmið nýtist sem stjómtæki
þurfa þau að vera mælanleg, raunhæf, innbyrðis samræmanleg og stillanleg í forgangsröð.
Mælanleg markmið innihalda kröfu bóndans til arðsemi o.fl. (ósk, þörf), kosti og leiðir til að
ná markmiðinu og mat á áragnrinum (gagnrýni og eftirlit).
Til þess að skilja hvers vegna bændur bregðast mismunandi við áreiti frá innra og ytra
umhverfi, þarf að líta nánar á, hvaða hópum bændur tilheyra og hvaða stjómarstefnu þeir
fylgja sem einstaklingar.
STJÓRNUN OG STEFNUR í BREYTILEGU REKSTRARUMHVERFI
Til þess að geta áttað sig örlítið á mannlegri hegðan og eðli hafa mannfræðingar flokkað
manninn niður í hópa. Þeir hafa m.a. flokkað manninn eftir þeim lífsformum sem hann býr
við, allavega í hinum vestræna heimi. Gróflega er um að ræða þrenn lífsform. Þessi em:
- Sjálfstæðir einstaklingar.
- Launþegar.
- Framabrautin (metorðastiginn).
Flest tilheyrum við launþegahópnum. A framabraut er aðallega að finna fólk sem
sækist eftir metorðum, en í sjálfstæða hópnum er að finna fólk sem stundar eigin
atvinnurekstur og þar á meðal bændur.
Sameiginlegt þeim sem búa við þessi lífsform er, að yfirleitt er um að ræða fólk sem
rekur eins manns fyrirtæki (oftast lítil) bæði í verslun, þjónustu, iðnaði og landbúnaði.
Sameiginleg einkenni fyrir þennan hóp er:
- Eigandinn á og stjómar fyrirtækinu.
- Hann framleiðir sjálfur og ræður yfir framleiðslunni.
- Hann vinnur sjálfur í og við framleiðsluna, ef til vill með aðstoð frá maka eða
nánustu fjölskyldu.
Sterkustu einkenni þeirra sem búa við þetta lífsform er:
Að ekki er gerður greinarmunur á vinnu á venjulegum vinnutíma eða vinnu
í frístundum. Allt sem "unnið" er (hvenær sem það er gert) er eitt
"dagsverk". Vinnan er ekki stunduð einvörðungu til að hafa í sig og á,
heldur er atvinnan sjálfur tilgangurinn/markmiðið með lífinu.