Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 69
61
Ein og áður er nefnt búa allflestir bændur við þetta lífsform. Þurfi hann eða maki að
stunda vinnu utan bús í lengri eða skemmri tíma er oftast litið á slíkt sem eitthvað sem nauð-
synlegt sé, til þess að vemda það lífsform (búið) sem viðkomandi tilheyrir. Og vonin er, að
með vinnunni utan bús, megi bjarga tímabundnum fjárhagserfiðleikum heima fyrir og þar
með varðveita lífsformið.
Síðastliðin ca. 12-14 ár hafa ráðunautar á "Agrogárden í Ringe á Fjóni" í Danmörku
skipt bændum niður í þrjá hópa eftir aðstæðum búsins og í fjórar stjómarstefnur eftir
persónuleika bænda og viðbrögðum þeirra við áreiti frá innra og ytra umhverfi og sam-
skiptum við það. Einnig er tekið saman hvaða þjónustu þessir bændur nýta sér aðallega, hvers
vegna þeir gera það og eða, hvers vegna ekki. Meðal ráðunautana er einhugur um, að sú
"grófa" skipting sem hér fer á eftir sé "rétt", en að mörkin milli hópanna séu þó óljós.
Samhengi er milli innri og ytri aðstæðna hvers bónda og þess hvemig hann er sem
stjómandi. Bændur í öllum þremur hópum geta fylgt hvaða stjómarstefnu sem er. Umræddir
þrír hópar eru þessir:
Hópur I
Bændur eru í eldri kantinum og jarðir litlar til meðalstórar. Menntun yfirleitt af skomum
skammti. Bændur hér nýta helst ráðunauta við uppgjör skattskýrslu og í sumum tilvikum l£ka
við áætlanagerð. Fjárhagur er yfirleitt "góður", en slit á vélum og byggingum mikið, því
eðlileg endumýjun á sér ekki stað. Búskapurinn er yfirleitt staðnaður, en bóndinn er samt
"ánægður". Hér ríkir varfæmishugsun að baki allri eyðslu (líka persónulegri) en oftast skilar
búið viðunandi hagnaði eftir laun eigandans. Bóndinn gerir „eins og hann er vanur að gera"
og "pabbi gerði" og nýjar hugsanir eiga ekki greiðan aðgang hvað þá að þær séu færðar út í
lífið. Oft er heldur ekki "þörf" á breytingum á stjómarstefnu þessara bænda.
í þessum hópi er þó að finna bændur með lélega afkomu og framleiðslugetu sem ekki
er fullnýtt. Þessir bændur em að sjálfsögðu óánægðir með fjárhaginn og breytingar eru nauð-
synlegar, hvort sem þeim er það ljúft eða leitt.
Hópur II
Hér era bændur á öllum aldri bæði ungir og gamlir. Menntun yfirleitt góð. Jarðir og fram-
leiðsla eru meðalstór eða stærri. Hópurinn er yfirleitt á vaxtar- og eða viðhaldsstigi og nýta
sér oftast þá ráðunautaþjónustu sem í boði er eins og t.d. við áætlanagerð fyrir akuryrkju,
fjárhag og mjólkur- eða kjötframleiðslu (PFK = periodefoderkontrol, EFK = en dags
foderkontrol o.fl.). Þessi hópur er mjög stórt hlutfall viðskiptavina- ráðunautanna. Fleira
sameiginlegt er erfitt að finna hjá þeim sem fylla þennan hóp nema ef vera skyldi
sameiginleg vandamál eins og:
- Ófullnægjandi hagnaður, þ.e. hagnaður fyrir laun eiganda er ekki í hlutfalli við
eigin ósk um launagreiðslugetu búsins og oft er eiginfj árhlutfall of lágt.