Ráðunautafundur - 15.02.1994, Qupperneq 70
62
- Afkoman sem búið skilar fyrir laun eiganda, dugar ekki fyrir kröfunni um
minnstu laun.
- Vandamál eins og of mikil fjárútlát í sambandi við vélar (t.d. offjárfestingar) og
vélaþjónustu, tilfinningin um að of mikið sé að gera (aldrei frí), ásamt því að
framlegð eftir hvert dýr er ófullnægjandi.
- Ýmsir ónýttir möguleikar, t.d. í vélum, húsum eða hlunnindum.
- Fjárfestingar oft á mörkum þess að vera arðbærar.
Hópur III
Aldursdreifing bænda er nokkur, en hér eru þó aðallega bændur á miðjum aldri og yngri.
Menntun er góð og haldið við reglulega með setu á námskeiðum eða lestri fagtímarita. Þeir
nýta sér ráðunautaþjónustuna nokkuð, sérstaklega fjárhagslega, en yfirleitt eru afurðir við
framleiðsluna svo góðar (margir grfsir/ársgyltu, mesta uppskera/ha og mjólk/kú yfir meðall-
agi) að ráðunauturinn getur lítið bætt um með ráðgjöf. Þeir eiga yfirleitt gott samstarf við
umhverfi sitt og eru oftast á vaxta- eða viðhaldsstigi í búskap sínum. Búskapurinn er til
fyrirmyndar, framleiðslan er góð (vélar, dýr og jarðir er fullnýtt) og jarðir og búfjárfjöldi er
yfir meðalstærð. Oft hefur þessi hópur fjárfest á "röngum tíma" þannig að þeirra dragbítur er
vaxta- og fjármagnskostnaður.
Viðhorf hins einstaka bónda til eigin fyrirtækis, ráðunautaþjónustunnar, fjármála o.fl.
sést þó ekki af fyrmefndum hópum. Því hefur bændum úr þessum hópum verið skipt eftir
viðhorfum þeirra og persónuleika (sem sýnist að vera mest áberandi), niður í stjómarstefnur.
Þekking ráðunautarins á þeim, gefur möguleika á skiiningi og betri samskiptum bónda og
ráðunauts.
Bændum úr fyrmefndum þremur hópum hefur, eins og áður sagði, verið skipt eftir
fjómm hugmynda- eða stjómunarstefnum, eftir innri aðstæðum, einstaklingseðli og við-
brögðum við áreiti frá innra og ytra umhverfi. Þessar em:
Stefna I
- Hefur skýr og klár markmið með búskapnum og lífinu.
- Er opin fyrir gagnrýni og er tilbúin til að gera breytingar í samræmi við það.
- Spyr mikið, hugsar, vegur og metur aðstæður og þær upplýsingar sem aflast.
- Ræðir gjarnan eigin aðstæður við aðra, t.d. lánastofnun, ráðunauta eða aðra, til að
leita leiða til lausnar vandamálum.
- Gerir langtímaáætlanir.
- Notar gjaman fjárhagsáætlanir sem hjálpartæki við stjómun búsins.
- Nær yfirieitt ágætis árangri í búskapnum bæði fjárhagslega og í framleiðslunni, en
lendir þó stundum í tímabundnum fjárhagserfiðleikum (oftast við fjárfestingar).