Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 71
63
- Tekur ógjarnan áhættu nema að undangenginni ítarlegri rannsókn og umhugsun.
- Hefur skýra afstöðu til þeirra ráða sem hann fær, vegna eigin vitneskju, dugnaðar
og reynslu, þannig að ráðunautur virkar sem stuðningsaðili ekki "kennari".
- Er mjög áhugasamur um nákvæma gegnumlýsingu á eigin rekstrar- og skatt-
skýrslum og að skilja sitt eigið bókhald (ráðunautar eru oft með bókhaldið fyrir
bóndann).
- Lætur aðra gjama njóta eigin reynslu, t.d. í formi þess að opinbera eigið bókhald,
hvort sem það reynist jákvætt eða neikvætt.
- Er yfirleitt með gott jafnvægi í fjárhag og fjárfestingu.
- Er opin og virkur (framtaksamur) stjómandi.
Stefna II
- Markmið, stefna og leiðir frekar óljós (er oft áhugalaus um búskapinn, hefur
kannski tekið við af foreldmm vegna þess að til þess var "ætlast").
- Er mjög opin fyrir ráðgjöf (eiginlega um of).
- Hefur enga ákveðna skoðun gagnvart áreiti frá ytra umhverfi (t.d. ráðunautar), og
því oft erfitt að meta hvort veitt er "rétt" ráðgjöf miðað við ríkjandi aðstæður.
- Fjárhagsafkoma slæm, þá oft vegna áhugaleysis á að gera nauðsynlegar
breytingar til betri vegar.
- Tekur oft ónauðsynlega áhættu fjárhagslega.
- Er oft tæknilega sinnaður en nýtir illa þá tækni sem fjárfest hefur verið í.
- Er óákveðin og óstyrkur stjómandi.
Stefna III
- Markmið með búskapnum að "gera eins og alltaf hefur verið gert".
- Sækir nánast aldrei ráð til annara heldur ekki þegar í óefni er komið.
- Hefur þá hugsun að hann hafi "tilfinningu" fyrir því hvort fjárfestingar séu arð-
bærar eður ei.
- Fær aldrei aðstoð við mikilvægar ákvarðanir (heldur ekki frá nánasta umhverfi).
- Tekur ógjaman áhættu.
- Ræðir ekki fjárhag búsins við fjölskyldu eða aðra.
- Er lokaður fyrir gagnrýni (verður reiður).
- Er oft í félagsmálum því það er "fínt" en kemur engu til leiðar.
- Fjárfestir til að ganga í augun á öðrum, t.d. stórar vélar, dýr bíll o.s.frv. (hefur
efni á því).
- Er mjög afturhaldssamur í stjóm og er mjög vanafastur, þ.e. heldur sig við það
"gamla og góða".