Ráðunautafundur - 15.02.1994, Qupperneq 72
64
StefnalV
- Sjaldan markmið með búskapnum og ef einhver eru þá ekki til lengri tíma í einu.
- Hefur fullt af góðum hugmyndum sem gjarna eru prófaðar, þ.e. lítur á þær sem
áskorun.
- Hugsar sjaldan fjárfestingadæmi til enda.
- Er meira fyrir tækni en bókhald og lendir því oft í gjaldþroti.
- Leitar ekki ráða hjá öðrum.
- Eiga og ráða sér "alveg sjálfir".
- Á erfitt með að stjóma sjálfum sér hvað þá öðrum.
- Tekur oft mikla áhættu fjárhagslega, án umhugsunar.
Rétt er að undirstrika að þessar fjórar stefnur gefa aðeins vísbendingu um hvers vegna
sumir bændur lenda í erfiðleikum og bregðast við þeim eins og þeir gera. Hafa ber í huga að
erfitt er að setja fólk á einhverja ákveðna bása mannlega séð.
Það er ekki auðvelt að vera bóndi í því rekstrarumhverfi sem við er að glíma. Það er
alveg sama hversu góða samvinnu bændur hafa við umhverfi sitt og hvemig þeir bregðast
við, ef ytra umhverfi (ríkisstjóm, kvótar, vextir o.þ.h.) gengur svo hart að þeim rekstrarlega
séð, að þeim sé ekki gert kleift stunda búskap, hversu vel sem þeir eru í stakk búnir til þess
sem stjórnendur.
KENNINGIN UM VÍTAHRINGINN
Kenningin um Vítahringinn byggir á sex grunnlínum, tuttugu skeiðum og tólf mikilvægum
spumingum. Grunnlínurnar tákna nærumhverfi, fjærumhverfi, einstaklinginn sjálfan, vinnu-
orku, framleiðni og arðsemi. Gert er ráð fyrir að hægt sé að verða gjaldþrota og eða lenda í
kreppu á öllum grunnlínum í yfirfærðri merkingu. Þannig að verði maður gjaldþrota á
persónulínu þýðir það að missa allt sjálfstraust, andleg líðan er slæm, maður ræður ekki
lengur við daglega stjóm o.s.frv. í verstu tilfellum hugleiðir fólk sjálfsmorð.
Innst í gormi Vítahringsins er lokaður hringur sem á að tákna hið blómlega bú og á sá
hringur að vera lokaður. Hinar sex grunnlínur ganga síðan í stjömu út frá þessum lokaða
hring.
Vítahringurinn
Grunnlínur
1. Persónu-lína
2. Fjærumhverfi-lína
3. Nærumhverfi-lína
Tákn Iína
(persónulegt álit, stjómun, markmið, áætlanir, andleg líðan,
sjúkdómar)
(kunningjar, vinir, nágrannar, birgjar, bankar, lánastofnanir)
(hjónaband, unnusta/i, foreldrar, böm, vinir)