Ráðunautafundur - 15.02.1994, Qupperneq 73
65
4. Orku-Iína (vinnugleði, vinnuþrek, vinnugeta, tómstundir)
5. Framleiðni-lína (framleiðslugeta, afkastageta, framleiðsluaðferð, gæði, yfirlit,
stjómun, framkvæmdir, sköpun)
6. Arðsemis-Iína (fjárhagur, hagnaður, ávinningur, bati, gagnsemi, magn, gæði)
Þessar sex grunnlínur eru þeir mannlegu þættir, sem kreppa eða gjaldþrot hefur oftast
áhrif á. Ofan á þessum grunnlínum liggur síðan gormlaga hringur. Þessi gormlaga hringur
getur opnast við allar grunnlínur persónunnar allt eftir ástæðum sem verða þess valdandi að
viðkomandi fer út á braut Vítahringsins. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til að hver
hringur gormsins, frá því hann opnast og þar til hann lendir á sömu línu aftur, taki um eitt ár.
Þar sem línur gormsins mæta grunnlínunum eru svokölluð skeið Vítahringsins. Þessi
skeið eru tuttugu talsins. Hvert skeið er ákveðið ferli sem viðkomandi getur lent í. Það inni-
heldur bæði jákvæð og neikvæð atriði. Jákvæðu atriðin gætu beint viðkomandi einstakling
inn á við á ný, þ.e. inn í innsta hring þannig að hann legði aldrei alvarlega út á braut Víta-
hringsins. A móti gæti viðkomandi átt í erfiðleikum með að snúa við og færi því hringinn á
enda, í endaskeið hans sem er algjör uppgjöf eða gjaldþrot.
Það er ekki algilt að lenda í öllum skeiðum gormsins. Sumir lenda aðeins á þeim
skeiðum sem hefur með arðsemina að gera, þ.e. fjárhagur þrengist svo að fjárhagslegt gjald-
þrot er að síðustu óumflýjanlegt. Viðkomandi getur hins vegar alveg sloppið við önnur skeið
gormsins þannig að hvorki framleiðni eða orka minnka og samheldni fjölskyldu er góð.
Skeið Vítahringsins geta flestir notað til að finna eigin "stöðu" á línum hans. Gert er
ráð fyrir að á forstigum Vítahringsins sé auðveldast fyrir einstaklinginn að snúa neikvæðri
þróun við en hann á síðar meir. Því fjær miðju sem viðkomandi fer því erfiðara er að snúa
við, þrátt fyrir utanað komandi hjálp. Það er þó ekki ómögulegt.
Spumingar sem leita þarf svara við eru tólf. Tilgangurinn með þeim er að auka nota-
gildi Vítahringsins við raunverulegar aðstæður. Þær eru:
1. Hver er orsök kreppunnar?
2. Hefur bóndinn ákveðin markmið með búskapnum?
3. Hvemig eignaðist bóndinn jörðina?
4. Hvernig er fjárfest?
5. Hvemig er vinnutilhögunin á búinu?
6. Hvaða búvöraframleiðsla á sér stað?
7. Hvaða stjómtæki era notuð og hvaða ráðgjafarþjónusta er í boði?
8. Hvemig er sambandið við umhverfið?
9. Hvernig er fjölskyldumynstrið?
10. Hvernig er námsferill bóndans/stjómandans?
11. Hvernig era núverandi aðstæður?
12. Hvaða möguleika hefur framtíðin upp á að bjóða?