Ráðunautafundur - 15.02.1994, Síða 75
67
f fæstum tilfellum er hægt að gefa eitthvert eitt ákveðið og algilt svar. Ýmsar ástæður
verða þess valdandi að áður vel rekið og blómlegt bú lendir í vítahring skulda og annarra
rauna. Það er jafn misjafnt og bændur eru margir. Oftast er um samverkandi orsakaþætti að
ræða úr nær- og fjærumhverfi búsins, ásamt innri og ytri aðstæðum þess. f ljósi þessa er
aðeins stiklað á stóru þegar þessum spumingum er svarað hér á eftir.
1. Hver er orsök kreppunnar?
Það er mjög einstaklingsbundið hver orsökin er, ásamt því að bæði bóndinn, bankinn og
ráðunauturinn hafa kannski hver um sig mismunandi skoðun á hver orsökin er. Sé litið fram
hjá orsökum kreppu tilbúnum af mannavöldum, þá er orsökin oft samverkandi þættir úr nær
og fjær umhverfi.
Ur ytri aðstæðum/fjærumhverfi spilar veðrið stórt hlutverk sem orsakavaldur. Slæm tíð
að vori hefur áhrif á sáningar- og áburðartíma, vöxt plantna yfir sumarið og þar með
uppskeru.
Lítil uppskera hefur síðan neikvæð áhrif á afkomu búsins og þar með laun bóndans.
Mjög mikil eða met uppskera hefur þau áhrif að um offramboð verður að ræða sem hefur þá í
för með sér minna verð fyrir vöruna sem verður að vegast upp með uppskerumagninu.
Sjúkdómar geta haft slæm áhrif hvort sem um sjúkdóma f búfé eða á ökrum er að ræða.
I báðum tilfellum aukast útgjöld búsins. Hér inn kemur dýralæknakostnaður, niðurskurður á
búfé, innkaup af búfé, innkaup á dýrari efnum til að slást við plöntusjúkdóma, endursáning
akurs o.fl.
Hár vaxta- og fjármagnskostnaður af langtímalánum sem tekin eru t.d. við jarðarkaup,
til að mæta áföllum, eða til endumýjunar fjárfestinga er oft orsök. Lög og reglugerðir skylda
oft bændur til þess að fjárfesta í "umhverfisvænum" búskap. Þó styrkir séu veittir til þessara
fjárfestinga þá duga þeir skammt til að mæta þeim kostnaði sem þær hafa í för með sér. Hér
er verið að fjárfesta í hlutum sem "engan arð" gefa af sér, þ.e. sumir líta þannig á að verið sé
að fjárfesta í framtíð bamanna, þannig að þau geti búið í "mengunarlausu" landi en í fæstum
tilfellum ber framleiðslurétturinn (búið) þessar skyldufjárfestingar.
Framleiðslutakmarkanir frá yfirvöldum (EB), markaðsverð og styrkveitingar eru póli-
tískar ákvarðanir sem bændur hafa enga möguleika á að hafa áhrif á sér í hag þegar illa árar.
Oft er orsaka kreppu að leita úr innri aðstæðum/umhverfi eða hjá bóndanum sjálfum.
Hér er oft um offjárfestingar að ræða í vélum og eða byggingum. Þessar offjárfestingar eru
annaðhvort gerðar með vilja eða eftir ráðleggingum frá ráðunautum eða bönkum sem em
mjög virkir í þjónustunni sem fjárhagsráðunautar. Hér inn koma einnig óhagkvæmar breyt-
ingar á búrekstrarformi sem hefur oft stór töp í för með sér.
Aukin þrýstingur á bændur um aukningu á framleiðslu eftir hvem grip eða í formi
stækkaðra búa er oft orsök kreppu. Þá þannig að til að auka framleiðsluna verður í mörgum
tilfellum, að kaupa framleiðslurétt sem síðan stendur ekki undir kaupunum og þeim fylgi-