Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 76
68
fjárfestingum (s.s. byggingar og jarðarkaup), sem fylgja oft í kjölfarið. Einnig er kvótinn oft
keyptur of dýrt.
Líkamlegir eða andlegir sjúkdómar bónda eða einhvers í nánustu fjölskyldu, skilnaður
eða dauðsfall hefur í sumum tilvikum kreppu í för með sér. Þessir orsakaþættir valda því að
framleiðslunni (búfénu) er ekki sinnt sem skyldi, búfé er fækkað til að fjölskyldan ráði við
vinnuna, og afleysingafólki eru greidd há laun sem bóndinn verður sjálfur að greiða ef hann
er ekki meðlimur afleysingaþjónustu bænda á tilteknu svæði. (Á við Danmörk).
Að lokum er hægt að benda á einkaneyslu bónda og fjölskyldu sem orsök kreppu.
Kröfur til launagreiðslugetu búsins er oft þannig að búið stendur ekki undir henni. Þá er tekið
til þess ráðs annað hvort að ganga á eigið fé eða að taka lán til þess að fullnægja kröfunni um
"lífsins gæði".
Ef litið er yfir heildina þá er orsaka kreppu að leita bæði til innra.og ytra umhverfis
bóndans.
2. Hefur bóndinn ákveðin markmið með búskapnum?
Markmið er æskilegt ffamtíðarástand og stjómtæki hins sjálfstæða atvinnurekanda. Til þess
að markmið nýtist sem stjómtæki þurfa þau að vera mælanleg, raunhæf, innbyrðis sam-
ræmanleg og stillanleg í forgangsröð. Mælanleg markmið innihalda kröfu bóndans til arð-
semi búsins o.fl. (ósk, þörf) kosti og leiðir til að ná markrrúðinu og mat á árangrinum (gagn-
rýni, eftirlit). Að hafa markmið með búskapnum er að hafa ákveðin mál að stefna að bæði
hvað varðar búið og fjöldkyldulífið. Markmiðin skiptast upp í heildar- og hlutamarkmið.
Heildarmarkmiðið getur verið að vera bóndi með 60 mjólkurkýr og 50 ha akuryrkju. Síðan
koma hlutamarkmiðin svo sem að kýmar gefi af sér 8000 Itr. af mjólk að meðaltali á ári, að
það sé 1,1 kálfur pr. árskú, að vera sjálfum sér nægur með fóður fyrir skepnumar, að láta tvo
traktora duga, að fá vélahring til að yrkja jörðina o.s.frv.
Það er mjög sárt þegar markmiðin ekki nást eins og ráð var fyrir gert, sérstaklega er
erfitt að sætta sig við að sjá á bak lífsmarkmiðinu (að vera bóndi) þegar bóndinn lendir í
kreppu.
3. Hvernig eignaðist bóndinn jörðina?
Hér er um að ræða hvort bóndinn eignast jörðina "ódýrt" eða "dýrt". Þá er átt við hvort um
arf er að ræða, kaup af foreldrum, eða kaup á fijálsum markaði. Margir bændur taka við af
foreldrum sínum vegna þess að það er ætlast til þess af þeim. En hvemig sem þessi eigna-
kaup/skipti eiga sér stað er ekki ástæða til að skella skuldinni á það sem slíkt, ef fjármögnun
er skynsamleg og bóndinn hafi framleiðslurétt sem dugir fyrir fjármagnskostnaði, rekstri og
launum.