Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 80
72
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Fáein kynningarorð um fræðafundinn
Horse Breeding and Production in Cold Climatic Regions
Kristinn Hugason
Búnaðarfélagi íslands
Dagana 11. tíl 13. ágúst síðastliðinn var haldinn fyrstí alþjóðlegi fræðafundurinn um hrossa-
rækt sem fram hefur farið hér á landi. Fundinn héldu Búnðarfélag Islands og Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins í samstarfi við hrossadeild Búfjárræktarsambands Evrópu (EAAP). Á
fræðafundinum voru teknir til sérstakrar umfjöllunar þættir er lúta að kynbótum og meðferð
hrossa einkum í köldu loftslagi. Mikil vinna var lögð í alla þætti er lutu að undirbúningi og
framkvæmd fundarins og þótti vel til takast. í undirbúningsnefnd sátu Ólafur R. Dýrmundsson
frá Búnaðarfélagi íslands, Ólafur Guðmundsson frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins og
Kristínn Hugason ffá Búnaðarfélagi íslands og var Ólafur R. Dýrmundsson ritari undirbúnings-
nefndar og ráðstefnustjóri.
Fyrirlesarar og þátttakendur á ráðstefnunni voru ffá Bandaríkjunum, Kanada, Ítalíu,
Frakklandi, Þýskalandi, Finnlandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og íslandi, alls 60 maiuis og var
u.þ.b. helmingur erlendis ffá.
Fræðilegum hluta ráðstefnunnar var skipt í femt. Fyrst var íjallað um erfðir og kynbætur
hrossa; Genetics and breeding, síðan um kynbætur og ffjósemi hrossa; Breeding and
reproduction, þá um fóðrun, beit og atferli; Feeding, grazing and behaviour og loks um
meðferð og heilsufar, Management and health. Fjallað var um hvert efni fyrir sig á sérstökum
fundum miðvikudaginn 11. og fimmtudaginn 12. ágúst en föstudagurinn 13. ágúst var helgaður
kynningu á íslenska hestínum og var þá farið í ferðalag um Suðurland. Á miðvikudags-
morgninum áður en ráðstefnan hófst var gestum afhent mappa með öllum fyrirlestrunum í en
ráðstefnan fór fram á ensku. Efnið verður gefið út í sérriti hjá Elsevier útgáfufyrirtækinu í
Hollandi.
Hér á eftir mun verða gerð grein fyrir því helsta sem fram kom af fræðilegum atriðum á
fundinum en höfundar erindanna sem flutt verða hér á eftír, hafa þó bætt ýmsu við er varðar
hagnýta útfærslu við íslenskar aðstæður.