Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 81
73
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Fóðrun og beit hrossa
Ólafur Guðmundsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Þann 11.-13. ágúst síðastliðinn héldu Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Búnaðarfélag fs-
lands alþjóðleg ráðstefnu um hrossarækt í samvinnu við Búfjárræktarsamband Evrópu og
fleiri aðila. Hér verður gerð grein fyrir því helsta sem fram kom á ráðstefnunni um fóðrun og
beit hrossa, bæði byggt á erindum (Gonsholt og Austbö 1993; Ólafur Guðmundsson og
Ólafur R. Dýrmundsson 1993; Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon 1993; Martin-
Rosset o.fl. 1993; Saastamoinen 1993) og veggspjöldum (Austbö og Gonsholt 1993; Sig-
þrúður Jónsdóttir 1993; Ólafur Guðmundsson 1993; Jóhann Magnússon og Anna G.
Þórhallsdóttir 1993). Ekki verður vitnað í textanum í einstaka erindi hér að ofan né aðrar
heimildir sem snerta efnið, nema um sé að ræða töflur eða myndir. Reiknað er með erindin
frá fundinum verði gefin út í ár í ritinu Livestock Production Science, sem gefið er út í
tengslum við Búfjárræktarsamband Evrópu.
ÁT OG MELTANLEIKI
Mjög takmarkaðar upplýsingsr eru til um át hrossa við aðstæður sem svipar til þess sem eru
hér á landi. í erlendum tilraunum fer þurrefnisát sjaldan yfir 25 g/kg þunga á fæti, en þó er
yfirleitt talið að hross éti meira en jórturdýr við svipaðar aðstæður. Aukið trénisinnihald
dregur úr áti hjá jórturdýrum, en það hefur ekki áhrif á gróffóðurát hjá hrossum. Tréni dregur
úr meltanleika, en hjá hrossum er hann óháður því hversu mikið þau éta. Áhrif mölunar og
kögglunar fóðurs á meltanleika eru aftur á móti ekki óyggjandi vegna þess að þar hefur átið
áhrif.
Erlendis hefur töluverð vinna verið lögð í það að bera saman meltanleika hjá hrossum
og öðrum tegundum búfjár, einkum jórturdýrum. Þar hefur komið í ljós að í flestum tilfellum
melta hross gróffóður verr en jórturdýr (1. mynd), en betur en flest einmagadýr. Einnig hefur
verið borin saman meltanleiki hjá nokkrum hrossakynjum, en ekki fundist munur á milli
þeirra. Líffræðilegt ástand, s.s. meðganga, getur aftur á móti haft áhrif.
ORKUMATSKERFI
Orkuinnihald fóðurs fyrir hross hefur verið mælt hér á landi, og á flestum norðurlöndunum, í
sömu einingum og notaðar eru fyrir jórturdýr. Fram undir 1970 var norræn fóðureining (FE)
notuð við matið, en síðan svokölluð fitunarfóðureining (Ffe), en hún er frábrugðin FE í því