Ráðunautafundur - 15.02.1994, Side 83
75
sem er eins og fóðureiningamar sem nú eru notaðar, jafngild nettó orku í einu kg af byggi.
Munurinn á milli fóðureininganna er því einkum sá að eldri einingamar byggjast á
orkusöfnun hjá uxum til fitunar en nýju einingamar á viðhaldsþörfum fyrir hross. I Ffe
kerfinu er því reiknað með 1650 NKp^) og í FEh kerfinu með 2250 kcal^) í kg af byggi.
Munur í orkuinnihaldi milli fóðurtegunda byggist mest á breytileika í meltanleika orku
eða lífræns efnis, en eftir því sem trénisinnihald fóðursins eykst og meltanleikinn lækkar
verður munurinn meiri milli meltanlegrar orku, breytiorku og nettó orku. Eins og sést af 3.
mynd ofmetur meltanleg orka og breytiorka orkugildi gróffóðurs og Ffe vanmeta orkugildið
miðað við FEjj. Þetta gerir það að verkum að fóðurþarfir fyrir hross hér á landi sem fóðruð
eru á gróffóðri eru yfirleitt ofmetnar í Ffe, þar sem orkan nýtist betur en gert er ráð fyrir, en
ekki vegna þess sem oft hefur verið haldið fram, að íslensk hross nýti betur gróffóður en
erlend hrossakyn.
Hægt er að reikna út FEj-j í fóðri samkvæmt 2. mynd. Heildarorka fóðursins er þá
fundin í brennsluhitamæli eða reiknuð úr frá einstökum næringarefnum, meltanleg orka er
fundin út frá meltanleika lífræns efnis hjá sauðum sem leiðréttur hefur verið með tilliti til
meltanleika hjá hrossum og breytiorka er reiknuð sem hlutfall breytiorku og meltanlegrar
orku (BO/MO) með aðhvarfslíkingum við næringarefni fóðursins. Að lokum er nýting
breytiorku yfir í nettó orku (km) fundin út frá aðhvarfslíkingum við næringarefni fóðursins.
Þegar nettó orkan er fundin er deilt í hana með nettó orku í byggi til að fá út FEpj. Að-
hvarfslíkingum fyrir þessa útreikninga er sleppt hér, en vísað í erindi Martin-Rosset (1993).
í Frakklandi hafa verið gerðar töflur yfir orkuþarfir hrossa af mismunandi þyngd til
viðhalds, æxlunar, mjólkurframleiðslu, vinnu og vaxtar, miðað við þetta nýja orkumatskerfi,
en nauðsynlegt er að staðfæra þær ef FEh verða teknar í notkun hér á landi.
PRÓTEINMATSKERFI
Próteingildi fóðurs fyrir hross er yfirleitt gefið upp sem meltanlegt prótein, þó í sumum
tilfellum sé það gefið upp sem hráprótein (N margfaldað með 6,25). Munurinn á hrápróteini
og meltanlegu próteini er sá að það síðamefnda er hrápróteinið margfaldað með
hlutaðeigandi meltanleikastuðli fyrir prótein hjá hrossum. Þessi meltanleikasuiðull er ekki
leiðréttur fyrir því hrápróteini sem kemur í saumum frá vefjum skepnunnar, þ.e. ekki frá
fóðrinu. Þetta hefur því verið kallaður séður meltanleiki og gefur aðeins að hluta til kynna
magn og upptöku amínósýra milli fóðurtegunda, en skilur ekki á milli amínósýra og
ammoníum í meltanlega próteininu. Nýting próteinsins er einnig háð því hvar próteinið
meltist, þ.e. hvort það meltist í mjógimi eða víðgimi. Þannig eykst meltanleiki próteins í
mjógimi með auknu próteináti, þ.e. auknu próteini í fóðrinu, en stór hluti próteinsins fer þó
niður í víðgirnið, þar sem það er rofið, eins og í vömb jórturdýra, og síðan nýtt til upp-
byggingar örverupróteins eftir því sem orkan sem örverumar geta nýtt úr fóðrinu leyfir.
2) NKp = Nettó kaloríur til fitunar, kcal = kílókaloríur.