Ráðunautafundur - 15.02.1994, Side 84
76
Hrossin geta síðan tekið upp amínósýrur úr örverupróteininu og því próteini sem eftir er
órofið af fóðurpróteininu í víðgiminu, en það sem ekki er nýtt, tapast með saurnum.
Raunverulegur meltanleiki próteins, þ. e. meltanleiki leiðréttur fyrir próteini í saur sem
á ekki uppruna sinn í fóðrinu, er hærri en séður meltanleiki og er þessi rnunur mismunandi
eftir fóðurtegundum. Út frá þessu hefur verið áætlað að meltanlegt hráprótein ofmeti nýtingu
amínósýra um 10-30%.
Vegna þessara annmarka á notkun hrápróteins eða meltanlegs próteins sem mælikvarða
á próteinþarfir hrossa hafa Frakkar þróað nýtt kerfi fyrir próteinþarfir þar sem ofangreindir
hlutir hafa verið teknir inn. Kerfið byggir á magni amínósýra sem tekið er upp úr mjógimi og
víðgimi annaðhvort beint úr fóðrinu eða úr örverupróteininu. Hér er nánast um meltanlegt
hreinprótein að ræða og það mætti því kalla þetta meltanlegt hreinprótein fyrir hross
(MHPh)^-* á íslensku. í stöku tilvikum þarf að skilgreina sérstaklega þarfir fyrir einstaka
lífsnauðsynlegar amínósýmr, s.s. lýsín, þar sem þær geta verið takmarkandi fyrir vöxt.
Til að reikna út MHPpi í fóðri er meltanlegt hráprótein fóðursins metið, oftast út frá
magni hrápróteins í fóðrinu, og síðan er það margfaldað með Ieiðréttingarstuðli (K) sem er
0,90 fyrir ferskan gróður, 0,85 fyrir þurrhey og heyköggla, 0,80 fyrir fóður með háu ligníni
og 0,70 fyrir vothey.
FÓÐUR FYRIR HROSS
Fóður fyrir hross getur verið af margvíslegum toga. Það má skipta því í aðkeypt og heima-
fengið fóður. Hér á landi er hey og vothey algengasta heimafengna fóðrið. Næringargildi
þess er misjafnt og stundum mjög lágt, en auk þess getur það valdið öndunarvandræðum og
öðrum sjúkdómum, sé ekki rétt staðið að gerð þess og geymslu. Mælt er með því að nota
súgþurrkað hey í stað vallþurkaðs. Hægt er að mestu að komast hjá erfiðleikum í öndunar-
færum með því að gefa hrossum votverkað fóður í stað þurrfóðurs og hefur notkun rúlluvot-
heys í þessu sambandi aukist verulega á undanfömum árum. Hey sem verkað er með íbiönd-
unarefnum hefur einnig reynst vel fyrir hross erlendis og hefur t.d. hálmur verkaður með
ammoníum- eða natríumlút verið notaður fyrir hross. Einnig er hægt að gefa hrossum
votverkað kom, s.s. bygg, en þá er mikilvægt að í það sé blandað t.d. propíonsýru til að það
mygli ekki. Hægt er að nota kögglað fóður, s.s. heyköggla og aðkeypt fóður s.s. grasköggla
og fóðurbætir að hluta í staðin fyrir hey, þó ekki sé ráðlegt að fóðra eingöngu á kögglum.
Úrgangur úr bjórgerð getur reynst vel með heyi, en gefa þarf auk þess amínósýruna lýsín, ef
hann er notaður í einhverju magni fyrir hross í vexti. Fiskimjöl er úrvals próteingjafi fyrir
hross og margir gefa saltsfld með vetrarbeit. Margs konar innflutt fóður henntar einnig vel og
má þar einkum nefna, auk hefðbundins fóðurs, fóður sem fellur til sem aukaafurðir við í mat-
vælaframleiðslu, s.s. við vinnslu á morgunverðarkomi, og fæst oft á tiltölulega hagstæðu
verði.
3) Skammstafað MADC í Frakklandi.