Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 85
77
BEIT
Beit er ein tegund fóðrunar. Á beit skiptir atferli hrossana meira máli en þegar fóðrað er inni,
því það hefur mikil áhrif á hversu mikið hrossin bíta, ekki síður en magn og gæði þess
gróðurs sem þau hafa aðgang að. í mörgum tilvikum nota hrossin 50-70% af tíma sínum til
beitar og 20-30% til að hvílast. Þann tíma sem eftir er nýta þau síðan til hreyfinga og til að
fylgjast með umhverfinu, en þetta er mjög breytilegt eftir dögum, beitartíma o.fl. Yfirleitt
liggja hross lítið þó þau hvílist og ekki nema land sé þurrt. Beitartíminn eykst eftir því sem
líður á sumarið og fram á haust. Talið er að það sé fremur tiénisinnihald heldur en magn þess
gróðurs sem hrossin hafa aðgang að sem stjómi lengd máltíða innan hvers beitartíma, þannig
að þegar tréni er hátt eru hvíldir styttri og beitin stjómast af magafylli. Hrossin skipta
beitilandinu oft upp í svæði sem þau nota fyrir mismunandi athafnir. Þannig kjósa þau helst
þurra móa til að hvflast á, en valllendi og þurra mýri til beitar. Mest er beitin oft á mörkum
vaillendis og mýrlendis.
Plöntuval hrossa er frábmgðið því sem er hjá flestu öðru búfé. Þau bíta mjög
fjölbreyttan gróður, en sækjast frekar eftir þurrlendis en votlendisgróðri og frekar eftir
ábornu landi en óábomu. Þau vilja því frekar grös en annan gróður. Plöntuvalið er þó
breytilegt eftir beitartíma og þegar líður á sumarið og fer að hausta sækja þau minna í
votlendi en áður. Einnig hefur framboð beitarplantna mikil áhrif á valið, því það breytist og
minnkar við aukna beit og iengri beitartíma. Þó hefur komið í ljós að fjöldi grastegunda í
beitlandinu getur aukist við aukna beit. Traðk hefur einnig mikil áhrif á beitlandið og mikil
beit dregur úr uppskeru og minnkar beitarþol landsins (4. mynd).
Hér á landi virðast hross sem beitt er á mýrlendi helst velja snarrót, túnfífil,
mýrarelftingu, vallarsveifgras og hálíngresi, en síst mosajafna, lyfjagras, hrafnaklukku,
vegarfa og mýrarfjólu eins og sést á 5. mynd. Hún sýnir einnig áhrif beitarþunga á
plöntuvalið.
Hross þrífast vel á flestum tegundum beitilands. Norskar rannsóknir sýna að hross
þrífast betur á láglendi þar sem rfltjandi gróður er sveifgrös, vinglar og vallarfoxgras, heldur
en á hálendi þar sem sveifgrös, snarrót, bugðupuntur og fjallafoxgras eru ríkjandi. Hér á landi
þrífast hross vel á mýrlendi þar sem sauðfé og nautgripir þrífast illa (6. mynd). Við þessar
aðstæður hefur beitarþungi mest áhrif á þrif fullorðinna hrossa og minnst á merar og folöld
þeirra.
Eftir því sem beitarþungi eykst er erfiðara að stjóma beitinni. Þetta sést vel í 7. mynd,
þar sem hver aukning í beitarþunga veldur mjög lítilli aukningu í beitarálagi (fjölda hrossa á
tonn gróðurs) við litla beit, en eftir því sem beitin eykst fer aukning í beitarþunga að hafa
meiri og meiri áhrif á beitarálagið þar til um margföldunaráhrif verður að ræða og beitin
verður stjórnlaus með tilheyrandi grasleysi, landskemmdum og lélegum þrifum. Þetta getur
gerst mjög hratt. Með áburðargjöf er aftur á móti hægt að auka beitarþol lands verulega og