Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 96
88
Rúmmál víðgimis (botnlangi og ristill) var 71% af heildarrúmmáli meltingarvegarins og
31 % af heildarlengd hjá íslenska hestinum en hjá samanburðarhestunum voru hlutföllin 61 % og
26%. Þessi munur er ótrúlega mikill. Ætla má að þessi munur stafi einkum af náttúruaðlögun
íslenska hestsins að trénisríku fóðri (útigangi) í gegnum aldimar.
IV. VÖÐVAGERÐ ÍSLENSKA HESTSINS
(Poul Henckel, Bart Ducro og Ingimar Sveinsson)
íslenski hesturinn er orðinn heimsþekktur fyrir einstaka reiðhestshæfileika, fjölbreytni í gangi,
þrótt og þol. Auk þess hefir hann sem hestakyn þá sérstöðu að vera mótaður af náttúmúrvali í
yftr 1000 ár óblandaður öðmm kynjum. Lítið sem ekkert heftr samt fram að þessu verið
rannsakað eða vitað um vöðvasamsetningu íslenska hestsins. Einnig gæti verið fróðlegt að
rannsaka hvemig mismunur í vöðvabyggingu eða vöðvasamsetningu fellur að núverandi dóm-
kerfi, sem byggir bæði á byggingu og reiðhestshæfileikum.
Tilgangur þessa verkefnis var að rannsaka vöðvasamsetningu fjögurra og fimm vetra
hrossa (ótamdra), sem fædd em og uppalin á íslandi og í Danmörk, og athuga mun milli kynja
(hesta og hryssa) og hvort uppeldi við ólíkar aðstæður hefði einhver áhrif á vöðvasamsetn-
inguna. Einnig að fá samanburð á vöðvasamsetningu íslenska hestsins við önnur hrossakyn.
Auk þess að leggja grunn að frekari rannsóknum á þessu sviði.
Alls vom tekin sýni úr 49 ótömdum tryppum, 21 fæddu og uppöldu í Danmörku og 28 á
íslandi. Vöðvasýni vom tekin með holnál úr lendarvöðva (gluteus medius). Öll sýni voru tekin
af sama manni (P. Henckel).
Greind var gerð vöðvaþráða (fibertype), hlutfallsleg dreifing hverrar gerðar, fjöldi og
gildleiki, auk þess fjöldi og þéttleiki háræða.
Niðurstöður
í þessari athugun kom fram að 21% vefjaþráðanna var af gerð I ("þolvöðvar" - slow t’A'itch
muscle) 30% af gerð IIA og 48% af gerð IIB. Meðalgildleiki vöðvaþráða var 1622 pm^,
2146 pm^ og 3892 pm^ fyrir gerð I, HA og IIB og meðalgildleiki allra vöðvaþráða var 2841
pm^.
Fjöldi háræða umhverfis vöðvaþræðina var 3,5 fyrir gerð I, 3,9 fyrir gerð ILA og 3,7 fyrir
gerð IIB, meðalfjöldi háræða fyrir allar vöðvagerðir var 3,7 og þéttleiki háræða að meðaltali
525 háræðar á hvem mm^.
Hægt er að segja fyrir með 95% öryggi hvort hrossin vom fædd og uppalin í Danmörku
eða á íslandi, þannig að mismunandi umhverfi virðist hafa áhrif. Ekki liggur þó fyrir næg
vitneskja til að segja fyrir um hvort hestar fæddir og uppaldir á íslandi séu þolnari eða
hæfileikameiri en hross fædd og uppalin erlendis. Einnig er marktækur munur milli aldurs-
flokka, en einungis hvað varðar stærð vöðvaþráðanna. Mismunur milli kynja var einnig
greinilegur, þannig að geldingamir höfðu meir af gerð I og IIA en minna af IIB og einnig fleiii