Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 99
91
sem kyrrt loft myndar umhverfis dýr í köldu loftslagi er ákaflega mikilvægt atriði (Cymbaluk,
1993). Loftslag hefur þannig áhrif á heilsufar og framleiðslugetu hestanna með breytingum á
hita og orkustreymi. Hitajafnvægið er mismunurinn á hitatapi og hitamyndun á löngum tíma.
Mikilvægt er að hafa í huga að fóður hefur áhrif á þetta orkustreymi (Cymbaluk,1993).
Aukin einangrun
Stór spendýr aðlaga sig fyrst og ffemst að kulda með því að koma í veg fyrir eða draga úr
hitatapi. Þetta gera þau með því að auka einangrun síha. Hitastig á yfirborði húðarinnar lækkar
til samræmis við hitastigið í umhverfinu. Þannig aukast einangrandi áhrif undirhúðsfitu,
húðarinnar og háranna. Hjá hestum sjáum við greinilega hvemig þetta er í ffamkvæmd þegar
snjór safnast fyrir á baki þeirra án þess að bráðna. Aukin fitusöfnun er einnig einkenni dýra sem
aðlaga sig kulda. Hestar hér á Iandi byija að fitna seinni hluta sumars og ffam á haust til þess
að undirbúa sig fyrir veturinn. Þá er þykkt húðarinnar mismunandi efdr hrossakynjum. Þannig
hafa suðræn hestakyn þynnri húð en hestar á norðlægum slóðum. Þetta hefur þó ekki verið
kannað nákvæmlega (Langlois, 1993). Það sama gildir um fjölda svitakirtla en það gæti verið
að hestar á norðlægum slóðum hefðu færri svitakirtla í húðinni en þeir suðrænu. Þá skiptir
háralag miklu í sambandi við að draga úr hitatapi bæði hvað varðar varmaleiðingu og
varmaburð. Hárin hindra vatn í að komast í snertingu við húðina og þau safna einnig í sig lofti
sem hitnar við snertingu við húðina og hjálpa þannig til við að einangra líkamann. Við tökum
eftir að hárin lyftast og hrossið verður úfið í vondum veðrum. í þennan hátt eykst þykkt
háralagsins um 16-32% í vondu árferði og þar með einangrandi hæfileiki þess (Young og
Coote, 1973).
Jafnhitabil (thermoneutral zone)
Hestar eru jafnhita, þ.e. verða að halda innsta hita líkamans nærri jöfnum. Það hitastigsbil sem
líkaminn þatf ekki að auka hitaframleiðsluna tíl að viðhalda hitajafvægi er kallað jafnhitabil
"ihermoneutral zone" (Curtis, 1983). Neðri mörk jafnhitabilsins eru kölluð þau hitastigsmörk
þar sem efnaskiptin verða að auka hitaframleiðsluna til að viðhalda líkamshita. Efri mörk
jafnhitabilsins er það hitastig þegar hesturinn verður að nota uppgufun til að lækka
líkamshitann. Þessu er oft sleppt að vetrarlagi, en við sjáum merki um þetta þegar hestar sem
vanist hafa köldu lofti koma inn í upphituð hús.
Margir nota neðri mörk jafnhitabilsins sem viðmiðun um hvenær skuli grípa inn með
aukið fóður og húsaskjól tíl að draga úr áhrifum kulda á hestanna. Hins vegar er jafnhitabilið
og neðri mörk þess breytilegt með tílliti til aldurs, líkamsástands, hrossakyns, árstíðar, loftslags
og næringu. Síðastnefndi þátturinn er mjög mikilvægur. McBride o.fl. (1985) í Kanada komust
að því að neðri mörk jafnhitabilsins hjá fullorðnum viðhaldsfóðruðum hestum var -15°C.
Mörkin voru lægri væru hestarnir fóðraðir að vild (ad lib.). Sýnt hefur verið fram á að neðri
mörkin eru breytileg og breytast smám saman á 10-11 dögum þegar hesturinn er að venjast