Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 100
92
kuldanum. Þannig eykst hitaframleiðslan smám saman, ef hún þá gerir það þegar hægar
breytingar verða á hitastiginu í umhverfmu frá hausti til vetrar. Húsvist dregur úr árstíða-
bundinni lækkun á neðri mörkum jafnhitabilsins. Þannig vora neðri mörk hesta sem dvöldu í
upphitaðri hlöðu 7-10 gráður (Cymbaluk, 1993).
Efnaskiptaleg aðlögun
Það virðist vera að minni hestakyn á norðlægum slóðum eða þar sem náttúralegar aðstæður
krefjast þess eigi auðveldara með söfnun fitu á haustin og hún gerist mun hraðar en hjá stærri
hestakynjum. Sú tilgáta hefur verið sett fram að þessi mismunur í efnaskiptalegu tilliti á milli
hestakynja eigi rætur sínar að rekja til ónæmi vefja í líkamanum fyrir insúlíni, þ.e. eins konar
sykursýkislegar breytingar í þessum einstaklingum (Jeffcott og Field, 1985). Þessar sykursýkis-
legu breytingar valda því að stærri hluta kolvetna er beint til lifrarinnar þar sem fitumyndun
(tríglycenð) er aukin og síðan flytjast tríglyceríðin til fituvefja líkamans. Jeffcott og Field
(1985) geta sér til, að þetta insulínónæmi eigi þátt í meingjörð sjúkdómanna hófsperra og
fitulifur hjá hryssum. Hér á landi er mikið um hófsperratilfelli sérstaklega þegar hestum er
sleppt á græn grös að vori (Sigurðsson, 1993).
Langvarandi aðlögun að kulda verður til þess að hormónið tyroxín eykur hraða
efnaskiptanna og niðurbrot fitunnar með hjálp súrefnis, þannig að grundvöllur aðlögunar að
kulda er næg fita í líkamanum.
Fóðrun
Orka er það eina sem verður að bæta hrossunum upp séu þau haldin við hitastig lægra en neðri
mörk jafnhitabilsins. Fyrir einstaklinga sem era að vaxa era neðri mörk jafnhitabilsins sem
notuð era í Kanada 0°C en -15°C fyrir fullorðna hesta. Þessi mörk gætu verið hærri hjá
hrossum sem væra nær sjó, eins og hér á landi (Cymbaluk, 1990; McBride o.fl., 1985).
Viðhaldsorku verður að auka um 1,3% á hveija gráðu Celsíus undir 0°C hjá einstaklingum í
vexti og hjá fullorðnum hestum um 2,5% á hveija gráðu undir neðri mörkum jafnhitabilsins.
Það virðist skipta minna máli úr hvaða fóðri orkan kemur hjá hrossum en nautgripum.
Skjól
Gott skjól dregur úr orkuþörf. Hins vegar er erfitt að meta áhrif þeirra nákvæmlega en með
notkun stærðfræðilegra módela hafa menn áætlað að gott skjól bæti varðveislu jafnhita hjá
hestinum um 20% (MacCormac og Brace, 1991). Hins vegar era áhöld um hvemig þessi skýli
skulu lfta út. Sænskar dýraverndarreglur gera ráð fyrir að hestum sé séð fyrir skjóli að
vetrarlagi þar sem þau geta leitað skjóls í vondum veðram. Reynsla margra hestaeigenda bæði
hér á landi og erlendis er að hestar noti ekki þessi skýli. Athyglisverð athugun á notkun hesta á
skjóli var gerð í Svíþjóð þar sem notaðar vora myndbandsupptökur til að fylgjast með
hestunum (Michanek og Ventorp, 1993). Hestamir vora að meðaltali um 7 klst. og 20 mín. í