Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 101
93
skýlinu á sólarhring. Rigning jók veruna í skýlinu marktækt og það sama átti við um aukinn
vind. Samband reyndist á milli verunnar í skýlinu og þess að hestamir lágu. Niðurstaðan var að
þörfin fyrir þægilegan stað til að liggja á væri megin ástæðan fyrir notkun skýlisins, og að
þörfin fyrir vöm gegn veðrinu væri því afleiðing af hegðunarmynstri.
Aðstœður hér á landi
Hér á landi hefur íslenski hesturinn aðlagað sig að náttúmnni öldum saman. Öll þekkjum við til
útigangs hrossa og höfum okkar skoðanir á því, en ekkert hefur verið gert til að skoða þá þætti
sem nefndir eru hér að ofan, þrátt fyrir mikla þörf. Nægir í því sambandi að nefha vandamálið
holdhnjóska í hrossum, sem er einkum algengt á suðurhluta landsins. í fyrirlestri Cymbaluk á
ráðstefnunni kom fram að litlar athuganir hefðu farið fram á útivem hrossa við -5°C í +5°C, en
rannsóknir á þessu sviði taldi hún að gæfu mikilsverðar upplýsingar. Þetta er oft það veðurfar
sem hross hér á landi verða að venja sig við, sérstaklega á suðurhluta landsins. Gott væri að
þekkja til jafnhitabils hrossa hér á landi og neðri mörk þess bæði fyrir fullorðna hesta og
ungviði sem er að alast upp. Þetta á bæði við um viðhaldsfóðran og fóðmnar að vild (ad lib.).
Þá vantar að skoða áhrif undirhúðsfitu, mismunandi háralags, húðþykktar og fjölda svitakirtla í
húðinni á það að þola útigang. Við tökum t.d. eftir að háralag er mismunandi hjá hestum hér á
landi. Lítið hefur verið gert til að skoða áhrif erfðafræðinnar á þennan þátt, en það væri vel
þess virði, t.d. í sambandi við hnjóska. Þá þekkjum við til þess að hestar að norðan eru
stundum nokkur ár að aðlaga sig flutningi suður. Einnig sjáum við þess dæmi að hestar virðast
mglast í því hvenær þeir fara úr hárum, en það kemur fyrir að þeir em að fara úr hámm seinni
hluta sumars og þola því enga haustbeit. Þá sjáum við að hestar sem ekki ná að fitna seinni
hluta sumar og að hausti þola ekld haustbeit. Þessa hesta verður að hýsa snemma. Viðhalds-
fóðraðir hestar á útigangi fara ekki úr hámm fyrr en að vori og breytast aðeins lítið með
minnkandi umhverfishita að vetrarlagi. Þetta leiðir hugann að breyttum búskaparháttum nú á
dögum þegar heyfengur er oftast nægur og hrossum gefið ilmandi rúlluhey út í miklum mæli.
Hrossin fara fyrr úr hámm og spumingin er hvort þetta hefur áhrif á heilsufar ef veður er vont.
Þá er ljóst að blautt undirlendi er óheppilegt fyrir hross þó þeim takist að lækka hitastig á
útlimum. Þannig hefur verið sýnt ffam á að hesturinn getur lækkað hitastigið neðst á útlimum í
1,7°C og er hitastigið þá utan á bolnum 12,8-15,6°C (Palmer, 1983). Þannig virðast viðfangs-
efnin óþrjótandi.
UMHVERFI, ÞJÁLFUN OG NOTKUN
Vöðvar og þjálfun
Undanfama tvo áratugi hafa töluverðar rannsóknir farið ffam á samsetningu vöðva í hrossum,
en rannsóknir á vöðvasamsetningu manna var undanfari þessara rannsókna. Komið hefur í ljós
að um þijár gerðir er að ræða; þolvöðva (gerð I), sem nýta súrefni til samdráttar, og tvær aðrar
gerðir, II A og II B, þar sem sú seinni biýtur niður orkuna án tilverknaðs súrefnis (Lindholm