Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 105
97
góðum hreyfanleika, þegar Ktíð er vitað um öjósemi og meðferð stóðhesta og
hryssa. Við góð skilyrði geta minni skammtar nægt, þó ekki undir 100 milljónum
sæðisfruma, svo sem firam kemur í 1. töflu.
1. tafla. Áhrif fjölda sæðisfruma í skammti á frjósemi hryssa.
Sæðisfrumur (milljónir)
50 100 500
Samanlagt fanghlutfall
eftir þrjú gangmál 41,7% 65,6% 81,3%
Mælt er með því að safnað sé sæði úr stóðhestum annan hvem dag á fengitíma þar
eð þéttleiki og magn sæðis getur minnkað um allt að helming ef safnað er á
hveijum degi. Hreyfanleiki sæðisfruma er sá eiginleiki sæðis sem hefur einna mest
áhrif á fijósemi og því þarf að taka sérstakt tillit til þessa eiginleika við skipu-
lagningu sæðinga. Því meiri hreyfanleiki, því fleiri hryssur er hægt að sæða með því
sæði sem næst við hvert sáðlát svo sem fram kemur í 2. töflu.
2. tafla. Áhrif hreyfanleika sæðisfruma á fjölda hryssa sem hægt er að sæða
miðað við tvenns konar skammta.
Sæðisfrumur í skammti (milljónir)
Hreyfanleiki 500 100
25% 7 hryssur 35 hryssur
50% 14 77
75% 21 105
Þar eð ágætt samhengi er á milli ýmissa eistnamála, svo sem þvermáls, og
daglegrar sæðisframleiðslu (r=0,75) er hægt að áætla afkastagetu stóðhesta með
einföldum mælingum, líkum þeim sem gerðar hafa verið á hrútum hér á landi og
víðar. Bent var á að oft væru ungir stóðhestar notaðir of mikið en þeir eldri minna
en skyldi. Því skipti aldur stóðhests megin máli við skipulagningu sæðinga. Þannig
gefa 2-3 vetra stóðhestar um helming færri sæðisfrumur við sáðlát en hestar á
bilinu 4-16 vetra (3. tafla).
3. tafla. Áhrif aldurs á sæðisfrumuframleiðslu stóðhesta.
2-3 vetra Aldur 4-6 vetra 9-16 vetra
Sæðisfrumur úr fimm
sáðlátum samtals (milljarðar) 8,9 18,0 22,3