Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 106
98
2. Stœrð sœðisskammta. Rannsóknir Picketts og samverkamanna hans hafa sýnt að
þegar sætt er inn í mitt leg hefur það engin áhrif á fijósemi hryssa þótt breytileiki í
skammtastærð sé á bilinu 0,6-26,8 ml. Þegar litlir skammtar eru notaðir berst í
legið minna af bakteríum og öðrum aðskotaefnum. Þannig geta stórir skammtar,
t.d. á bilinu 50-100 ml skaðað fijósemina. Mælt er með blöndunarhlutfallinu 1:1 á
milli blöndunarvökva og sæðis þegar sætt er á staðnum (ferskt) en sé sæðið kælt
og flutt á hlutfallið að vera a.m.k. 3:1. Komið hefur í ljós að samspil er á milli
þéttleika sæðis, stærðar sæðisskammts og fjölda sæðisfruma í skammti.
3. Tímasetning og tíðni sœðinga. Þótt bestu tækni sé beitt við söfnun, mat, pökkun
og sæðingu er það til lítíls ef ekki er sætt á réttum tíma. í stuttu máli sagt verður
frjósemin mest þegar sem skammstur tími líður frá sæðingu til eggloss (4. tafla).
4. tafla. Áhrif sæðingartíma á frjósemi hryssa.
KlukkusUindir frá sæðingu til eggloss >48 48-36 36-24 24-12 12-6
Fanghlutfall 33% 58% 66% 78% 100%
Slíkt krefst samstillingar, t.d. með prostaglandin. Áður fyrr var álitíð tílgangslaust
að sæða eftir egglos en nýlega hefur komið í ljós að sé sætt skömmu eftir að egg
hefur losnað má ná all góðum árangri. Það virðist jafh árangursvert að sæða annan
hvem dag (63%) og hvem dag (64%) á meðan hiyssan er í hestalátum. Aftur á
móti dregur úr fijósemi þegar sætt er sjaldnar en annan hvem dag á gangmálinu
(53%).
I lok erindis síns undirstrikaði Pickett að takmarkið með árangursríkum sæðingum
væri að koma hæfilegum fjölda ftjóvgunarhæfra sæðisfruma inn í æxlunarfæri
hryssunnar sem næst þeim stað þar sem ftjóvgun verður, um svipað leyti og egglos
skeður.
HROSSASÆÐINGAR HÉRLENDIS
Gunnar Öm Guðmundsson héraðsdýralæknir í Borgarfjarðammdæmi, frumkvöðull hrossa-
sæðinga hér á landi, greindi frá helstu niðurstöðum tilrauna sem hann gerði í maí og júní árin
1986, 1987, 1988 og 1991. Þær fóm fram á Hvanneyri í Borgarfirði og vom unnar í samvinnu
við Bændaskólann á Hvanneyri, einkum Ingimar Sveinsson. Reyndar rpá rekja upphaf þessara
tilrauna til vorsins 1983 þegar Gunnar Ieiðbeindi Sigbimi Bjömssyni við aðalverkefni til B.Sc.
prófs við Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri. Það verkefni fjallaði um söfnun og
eiginleika stóðhestasæðis og er sú ritgerð fyrsta skráða heimildin um sæðingar hrossa hér á
landi (sjá heimildaskrá).