Ráðunautafundur - 15.02.1994, Síða 116
108
í Svíþjóð hefur rannsóknarstarfsemin í hrossarækt verið langmest, m.a. af ofangreindri
ástæðu. BLUP-kynbótamat hefur verið notað þar við ræktun veðreiðabrokkara ffá 1981 en
fram til ársins 1992 var einungis notað feðralíkan en ffá 1992 einstaklingslíkan. Mjög vandað
kynbótamatskerfi fyrir fullblóðshesta er í þann veginn að vera tekið í notkun í Svíþjóð.
í Finnlandi er enn þá verið að undirbúa að taka BLUP-aðferðina í notkun.
Á íslandi hefur BLUP-aðferðin með einstaklingslíkani verið notuð á vegum leiðbeininga-
þjónustu Búnaðarfélags fslands í hrossarækt frá árinu 1986.
Nýjar rannsóknarniðurstöSur frá Finnlandi
Á ffæðafundinum voru flutt tvö erindi ffá Finnlandi, sjá Perttunen og Saastamoinen hér að
framan. Nokkur gagnrýni kom fram í tengslum við fyrra erindið á þá aðferð sem Finnamir nota
á þeim hrossasýningum er um ræðir. Þar er verið að dæma unghross og dómaramir taka tillit dl
ættemisins við einstaklingsdóminn. Raunvemlega er þar á ferðinni hreinn mglingur á milli
svipfarsdóms á kynbótahrossi og einhvers konar kynbótamats.
f hinu erindinu kom ffam að við uppgjör dóma á unghrossum em kerfisbundnu
umhverfisþættimir sem taka þarf tillit til, kynferði, dómsmánuður og aldur trippisins, einnig
komu fram vísbendingar um að leiðrétta þyrfti fyrir dómnefndum ræktunarfélaganna og
dómsári.
HROSSARÆKT Á ÍSLANDI
Ekki verður farið út í að rekja sögu hrossaræktar á íslandi eða gera ítarlega grein fyrir
núverandi stöðu hennar. Þess í stað verða hér á eftir birtar töflur og myndir er skýra ýmsa þætti
starfsins. f sambandi við lesmál um efnið er hins vegar vitnað til greinar er nýverið birtist í Frey
(Hrossarækt á íslandi, yfirlit Freyr 89 (22), 820-824 og 827, fyrri hluti. Freyr 89 (23), 854-
857 og 867, síðari hluti). Einnig er vitnað til bókarinnar Um kynbœtur hrossa, ffæðslurit
Búnaðarfélags íslands nr. 9.
Stig skipulegs kynbótastarfs - Hrossarœktin (framkvœmd
í eftirfarandi töflu og mynd em talin upp stig skipulegs kynbótastarfs og sýnt hvemig þau
tengjast saman í skipulegu kynbótastarfi eins og rekið er núorðið í hrossakynbótastarfinu hér á
landi.
Félög og stofnanir sem tengjast hrossarœkt
Fjölmörg félög og stofnanir tengjast hrossaræktinni með einum eða öðmm hætti og er samstarf
allra þessara aðila að vonum flókið. Enda hefur það löngum einkennt greinina eins og raunar
fleiri greinar landbúnaðarins, að þó að ný félög taki til starfa, vegna breyttra aðstæðna, nýrra
laga o.s.ffv., þá em hin eldri ekki lögð af, þó þau nýju hafi starfsgrundvöll né að áherslum í
starfi þeirra gömlu sé a.m.k. breytt nægjanlega.