Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 121
113
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Samanburður á íslenskum nautum og Galloway-blendingum
Ia. Framkvæmd tilraunar á MöðruvöIIum
Þóroddur Sveinsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum
INNGANGUR
Haustið 1991 hófust rannsóknir með alíslenska nautkálfa og blendinga undan íslenskum kúm
og Galloway nautum á tilraunastöð Rala á Möðruvöllum, sláturhúsi KEA á Akureyri og fæðu-
deild Rala, Keldnaholti. Markmiðið var að bera saman át, vöxt, fóðumýtingu, kjöteiginleika og
hagkvæmni mismunandi nautaeldis. Rannsóknum lauk haustið 1993 og hér verður greint frá
aðferðum, framvindu og niðurstöðum þeirra. Verkefnið var kostað af Landssambandi kúa-
bænda og Rannsóknastofnun Iandbúnaðarins.
EFNI OG AÐFERÐIR
Kaup á nautkálfum
Keyptir voru 40 smákálfar af bændum í Eyjafirði, S-Þingeyjarsýslu, A-Húnavatnssýslu og
Skagafirði. Þar af fóru 36 þeirra í rannsóknina og eru upplýsingar um uppruna og fæðingardag
í viðauka í 1. töflu. Nokkuð erfiðlega gekk að fá keypta inn Galloway-blendinga og þurfti að
leita um allt Norðurland eftir kálfum. Meðalaldur blendinganna við komu á Möðruvöllum var
14 dagar (3-44 daga) og vógu þeir þá 40 kg (32-51 kg). Meðalaldur alíslensku kálfanna var 8
dagar (3-14 daga) og vógu þeir að jafnaði 35 kg (29-47 kg).
Vigtanir og mœlingar á gripum
Kálfamir voru vigtaóir við komu á Möðruvelli og síðan annan hvem fimmtudagsmorgunn fram
að sláturdegi (vigtunartímabil). Bijóstmál voru tekin á vigtunardögum í fyrstu u.þ.b. mánaðar-
lega en frá haustinu 1992 hálfsmánaðarlega. Stfft bijóstmál var tekið þannig að brugðið var
málbandi utan um brjóst rétt aftan við herðablöð og þaðan lóðrétt niður á bringu. Reynt var að
láta nautin standa jafnt í allar lappir og með hnakkann reistan uppfyrir hrygg.
Fóðrun
1. Undirbúningur-hópfóðrun. Kálfamir voru fóðraðir í hóp þangað til þeir fóm inn í fóður-
tilraunina. Fengu allir sömu fóðrun, þ.e. hey að vild, kjamfóður og mjólk. Við 7 vikna aldur
var byijað að venja þá af mjólk og átu þeir þá um 360 g þe. af kjamfóðri á dag. Kálfamir voru
að jafnaði 78 daga (67-86 daga) gamlir þegar þeir hættu á mjólk og vógu blendingamir þá 79
kg (66-90 kg) en íslendingamir 76 kg (66-89 kg). Að loknu mjólkurskeiði voru kálfarnir