Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 127
119
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Samanburður á íslenskum nautum og Galloway-blendingum
Ib. Samband brjóstmáls og þunga
Þóroddur Sveinsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum
INNGANGUR
Nokkur áhugi hefur verið fyrir því að finna einfalda og skjóta aðferð til að ákvarða þunga
nautgripa á fæti. í Handbók bænda (Gunnar Guðmundsson, 1993) er gefið upp línulegt sam-
band lífþunga og brjóstmáls nautgripa sem bændur sumir hveijir, telja ónákvæma. Þess vegna
var notað tækifærið hér til að skoða betur samband bæði lífþunga og fallþunga við bijóstmál.
Lýsing á aðferðum er að finna í kaflanum hér á undan.
NIÐURSTÖÐUR
Samband lífþunga og brjóstmáls
Alls voru gerðar 507 bijóstmálsmælingar á nautunum 35 á vigtunardögum og er sambandinu
lýst á 1. mynd og það borið saman við uppgefið samband í Handbók bænda (Gunnar Guð-
mundsson, 1993). Eins og við er að búast mældist mjög sterkt samband (R^=95,6%) með
veldisvísajöfnunni. Skoðað var sérstaklega hvort marktækur munur væri á milli kynja (íslend-
inga og blendinga) eða nauta á mismunandi eldi og reyndist það ekki vera. Út frá staðalfrávik-
inu má áætla að hægt sé að ákvarða með brjóstmáli lífþunga með um 45-55 kg nákvæmni. Hins
vegar má búast við því að mæliskekkjan (staðalfrávikið) sé lægri í þessari tilraun en gerðist ef
ólíkir menn, óháðir hvor öðrum, mældu bijóstmál á ólíkum gripum. Hér mældi nánast undan-
tekningalaust sami maðurinn bijóstmálið, að frátöldum fyrstu mánuðum tilraunarinnar.
Sambandfallþunga og brjóstmáls
A sláturdegi voru nautin vigtuð og mæld og reyndist veldisvísajafnan á 2. mynd, sem sýnir
samband fallþunga og brjóstmáls, útskýra 73,8% (R^) af heildarbreytileikanum. Ekki var
marktækur munur á milli kynja eða nauta á mismunandi eldi. Munurinn á milli kynja reyndist
þó vera nálægt því að vera marktækur (P=0,062). Samkvæmt staðalfrávikinu má áætla
fallþunga með 25-35 kg nákvæmni.
ÁLYKTANIR OG UMRÆÐUR
Niðurstöður benda til þess að bijóstmál eins og mælt var í tilrauninni sé frekar ónákvæmur
mælikvarði á lífþunga en þó sérstaklega á fallþunga. Sennilega fengist nákvæmara mat á fall-
þunga með því að margafalda kjöthlutfallið með áætluðum lífþunga samkvæmt veldisvísa-