Ráðunautafundur - 15.02.1994, Page 129
121
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1994
Samanburður á íslenskum nautum og Galloway-blendingum
n. Át, vöxtur, fóðurnýting og fóðurkostnaður
Gunnar Ríkharðsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Stóra Ármóti
INNGANGUR
Hér á eftir verður gerð grein fyrir niðurstöðum varðandi át, vöxt, fóðumýtingu og kostnað við
fóðrun nautkálfa sem voru í samanburðartilraun á Möðmvöllum á áranum 1991-1993. Miðað
er við þijú mismunandi tímabil. Undirbúningstímabil nær ffá fæðingu kálfanna og ffam að þeim
u'ma er kálfar voru komnir á bása og einstaklingsfóðran hófst (u.þ.b. 4 mán. og 110 kg). Hið
eiginlega tilraunatímabil tekur þá við og nær alveg fram að slátran gripanna. í sumum tilfellum
era gögn skoðuð yflr bæði tímabilin og er þá talað um heildartímabil.
Byijað er á að skoða niðurstöður varðandi át og átgetu, þar næst fjallað um vöxt naut-
anna og að lokum um fóðumýtingu og fóðurkostnað. Þar sem h'tið er til af aðgengilegum,
innlendum gögnum um þá þætti sem vora athugaðir í þessari tilraun þá hef lagt áherslu á að
birta nokkuð ítarlegar tölulegar niðurstöður. Nánari skýringar og samanburður við erlendar
niðurstöður mun birtast síðar í fjölriti frá RALA.
TÖLFRÆÐILEGT UPPGJÖR
Eins og kom fram í grein hér á undan þá drapst einn holdablendingur (þungafl. 450; fóðurfl. 0)
á tilraunatímanum svo við uppgjörið hef ég notað gögn um 18 íslenska kálfa og 17 blendinga.
Við útreikningana var notað líkanið fyrir GLM fervikagreiningu í tölfræðiforritinu NCSS. í
líkaninu voru þættimir kyn, þungaflokkur, fóðurflokkur og öll tveggja þátta víxlhrif þessara
þátta. í töflum era gefin upp minnstu kvaðrata meðaltöl (least squares means) og staðalskekkja
(standard error) fyrir meðaltöl kynja (n=18). Jafnframt era gefin upp P-gildi fyrir áhrif kynja,
þungaflokks og fóðurflokks og miða má við að munur milli viðkomandi meðaltala sé mark-
tækur ef P-gildið er lægra en 0,05.
UNDIRBÚNINGSTÍMABIL
Eins og komið hefur ffam vora kálfamir fóðraðir í hópum á þessu tímabili og því ekki úl
mælingar fyrir einstaka gripi heldur meðaltöl hópa sem fóðraðir voru saman. Vegna þess að
kálfamir komu ekki jafngamlir inn á stöðina var gert ráð fyrir við útreikninga að þeir hefðu
verið fóðraðir eins fram að þeim tíma er þeir komu á stöðina, eins og ef þeir hefðu verið þar
allan tímann.